Stolt.

Ég fór að hugsa... í alvörunni þá fór ég að hugsa. Það er einn vinkill á þessari kreppuumræðu allri sem ég er ekki að ná, eða öllu heldur sem pirrar mig meira en eiginlega allt þetta spillinga og óhæfrastrjónmálamanna mál öll (ekki að ég sé ekki sótbrjáluð yfir þeim en... já..) og það er...

Afhverju er fólk farið að þykjast vera frá Finnlandi eða eitthvað norrænt annað en það sem það er, Íslendingur?

fór að pæla í þessu í öllu aðgerðarleysinu í vinnunni í dag. Það er nefnilega fátt talað um annað en allt sem viðkemur þessari bévítans kreppu. En ég hef ekki enn náð þessari umræðu allri, vinnufélagi minn fór nefnilega til usa um daginn og var að mæta í vinnuna í morgun eftir dvölina með allskonar svæsnar sögur af upplifuninni af ástandinu verandi annarsstaðar. 

Og þá kom þetta upp á yfirborðið, að hann hafði ekki haft það í sér að segjast vera frá Íslandi því hann skammaðist sín svo mikið fyrir það og hann var víst eitthvað hræddur við einhverja Englendinga sem voru með honum í þessari ferð. 

Ég veit það ekki, reyndar veit ég ansi fátt en hvernig á það að hjálpa þjóðinni að ná aftur virðingu sinni og sínum stað í tilverunni ef við ætlum nú að fara afneita þjóðerni okkar? Það eina sem við eigum og enginn getur tekið af okkur?

Ég myndi ætla að það fyrsta sem við sem þjóð þyrftum að gera væri að vera in public og sýna heiminum að við erum ekkert búin að gefast upp. "Hnípin þjóð" er orðasamsetning sem hugnast mér ekki.

Og svo er líka það sem skiptir kannski mest máli. Afhverju á ég (eða þú sem lest þetta) að skammast mín fyrir eitthvað sem ég kom aldrei nálægt? Ekki get ég séð að þeir sökudólgar sem eiga hlut að máli (og eru þeir ansi margir) séu mikið að skammast sín, á ég, eða við, að gera það fyrir þá líka? 

Veit ekki með ykkur, en mér finnst alveg nóg að þurfa að neyðast til þess að taka á mig skuldir þessara manna og niðurlæginguna sem þeir ollu þjóðinni á alþjóðavettvangi að ég fari nú ekki líka að taka á mig skömmina.

Þeir meiga eiga hana alveg þinglýsta og skjalfesta...

Ég ætla að vera stolt, með upprétt bak og hreina samvisku og aldrei fela þjóðerni mitt fyrir neinum, og finnst að allir aðrir, almennir borgarar, eigi að vera það líka. Það er fyrsta skrefið í átt að því að öðlast aftur virðingu og tilverurétt í heiminum. 

Ég er Íslendingur sama hvað... in rich and in poor 'till death do us apart... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband