Tilgangslaus hugarveltingur vitleysings.

Þar sem ég er að vinna, vinnur mikið af fólki. Stórt fyrirtæki og allir á sínum básum. Mér líður stundum svolítið eins og ég sé eins og hvert annað húsdýr. Mitt hlutverk felst í því að svara í síman allan daginn og láta hrauna yfir mig skít og skömmum fyrir eitthvað sem síðan hefur ekkert með mig að gera. "Ég bara vinn þarna" eins og einhver sagði.

En, það var nú ekki vinnan mín sem ég ætlaði að tala um per se, ég veit ekki afhverju ég geri þetta alltaf, rausa um eitthvað sem kemur málinu ekkert við... en allavega... bare with me.

En það koma stundir í vinnunni þar sem ekkert að gera, af einhverjum ástæðum, og þá nýti ég tíman til að láta hugan reika. Það hefur komið fram hérna perverískur áhugi minn á að fylgjast með fólki og athöfnum þeirra í daglega lífinu. Þetta er eitthvað sem ég get stundað mikið í mínu stóra fyrirtæki.

Og ég fór að spá, stutt frá skirfstofubásnum mínum er neyðarútgangur, hurð sem er við hliðina á tromluhurð sem maður þarf að komast í gegnum með skilríki til að komast inn og út úr vinnusalnum. Þessi neyðarútgangur er alltaf læstur, vitanlega og er einungis húsvörður svæðisins með lykil af þessari, að því er virðist, hurð til himnaríkis.

En eitthvað hlítur þessi hurð að hafa annað og meira en tromluhurðin sem ég geri mér ekki grein fyrir hvað er, því það bregst ekki að í, eftir vísindalegar kannanir á þessu, 95% tilvika tekur fólk alltaf í húninn á neyðarútgangshurðinni til að vita hvort hún sé opin. Meira að segja í mörgum tilfellum gengur fólk fram hjá tromluhurðinni til þess eins að taka í húninn á harðlæstri hurð...Ég velti fyrir, afhverju? þessi hurð er alltaf læst, enda væri tilgangslaust að hafa tromluhurð með skilríkis-aðgangskröfu ef þessi hurð við hliðina á væri opin.

En þetta veit fólk, allir sem vinna í þessari byggingu vita þetta, en samt gerir það þetta. Þessi "it could be" hugsun, sem mér finnst reyndar mjög mögnuð og merkileg svona á fullorðins árum. Þetta er svona eitthvað eins og maður hugsaði þegar maður var lítill og var stútfullur af einhverri svona furðulegri von um að eitthvað gæti mögulega verið öðruvísi við eitthvað sem aldrei breyttist, svona að pabbi gæti nú tekið upp á því að leyfa mér að vera úti til 00:00 á morgun þótt hann leyfðí mér það ekki í dag eða bara aldrei...

Mér finnst þetta fyndið. Aðalega af því aðvonbrigði fólks eru alltaf þau sömu "oh" enda er það gífurlega tímafrekt og erfitt að þurfa alltaf að labba í gegnum tromluhurð, sem síðan stundum á það til að hætta bara og fara í frí með mann fastan á milli... sem er mjög gaman reyndar.

En hvað er þetta í fólki sem fær það alltaf til að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur þrátt fyrir fulla vitneskju um annað? Er þetta kannski svolítið bara lýsandi fyrir almenning í landinu í dag? Þrjóska?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Heimska ?

Ómar Ingi, 5.1.2009 kl. 18:52

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

mér finnst þetta mjög sniðugt, maður veit aldrei hvort að hurðin gæti verið opin, hversvegna ekki að gá!!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.1.2009 kl. 20:00

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

minnir mig af söguna af manninum sem hafði þá áráttu að banka alla veggi til að athuga hvort væri holrúm bak við.

„Ég veit það er enginn fjársjóður í veggnum, en það sakar ekki að gá.“

annars finnst mér athyglisvert að neyðarútgangurinn sé harðlæstur, ekki opnanlegur innan frá og einungis húsvörðurinn með lykil. hvað ef nú kæmi upp bráð neyð og húsvörðurinn upptekinn á klóinu, að tefla biðskák við páfa?

Brjánn Guðjónsson, 5.1.2009 kl. 21:53

4 Smámynd: Isis

hehehehe þetta er í rauninni ekki neyðarútgangur, þeir eru fleiri þarna á þessu svæði, er í raun meira dyr fyrir vörur og annað sem ekki kemst í gegnum tromluna. En þessi hurð þjónar tilgangi "öryggishurðar"... en ég kan ekki betri skil á þessu :-P Enda er mér alveg sama :-P ég veiet alveg hvert ég fer ef þess þarf :-P  

Isis, 5.1.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband