Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hvað heldur þetta fólk eiginlega að við séum?..

...að við séum algjörir asnar?

Þau vissu ekki einu sinni hvað þetta myndi spara þjóðinni mikla peninga hvað þá meira!

Meiru aularnir... 

En ég ætla að tileinka honum Geir Hilmari Haarde þetta lag... mér finnst það eiga bara ágætlega við

 
He's as blind as he can be, just sees what he wants to see, Nowhere man can you see me at all?
mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stolt.

Ég fór að hugsa... í alvörunni þá fór ég að hugsa. Það er einn vinkill á þessari kreppuumræðu allri sem ég er ekki að ná, eða öllu heldur sem pirrar mig meira en eiginlega allt þetta spillinga og óhæfrastrjónmálamanna mál öll (ekki að ég sé ekki sótbrjáluð yfir þeim en... já..) og það er...

Afhverju er fólk farið að þykjast vera frá Finnlandi eða eitthvað norrænt annað en það sem það er, Íslendingur?

fór að pæla í þessu í öllu aðgerðarleysinu í vinnunni í dag. Það er nefnilega fátt talað um annað en allt sem viðkemur þessari bévítans kreppu. En ég hef ekki enn náð þessari umræðu allri, vinnufélagi minn fór nefnilega til usa um daginn og var að mæta í vinnuna í morgun eftir dvölina með allskonar svæsnar sögur af upplifuninni af ástandinu verandi annarsstaðar. 

Og þá kom þetta upp á yfirborðið, að hann hafði ekki haft það í sér að segjast vera frá Íslandi því hann skammaðist sín svo mikið fyrir það og hann var víst eitthvað hræddur við einhverja Englendinga sem voru með honum í þessari ferð. 

Ég veit það ekki, reyndar veit ég ansi fátt en hvernig á það að hjálpa þjóðinni að ná aftur virðingu sinni og sínum stað í tilverunni ef við ætlum nú að fara afneita þjóðerni okkar? Það eina sem við eigum og enginn getur tekið af okkur?

Ég myndi ætla að það fyrsta sem við sem þjóð þyrftum að gera væri að vera in public og sýna heiminum að við erum ekkert búin að gefast upp. "Hnípin þjóð" er orðasamsetning sem hugnast mér ekki.

Og svo er líka það sem skiptir kannski mest máli. Afhverju á ég (eða þú sem lest þetta) að skammast mín fyrir eitthvað sem ég kom aldrei nálægt? Ekki get ég séð að þeir sökudólgar sem eiga hlut að máli (og eru þeir ansi margir) séu mikið að skammast sín, á ég, eða við, að gera það fyrir þá líka? 

Veit ekki með ykkur, en mér finnst alveg nóg að þurfa að neyðast til þess að taka á mig skuldir þessara manna og niðurlæginguna sem þeir ollu þjóðinni á alþjóðavettvangi að ég fari nú ekki líka að taka á mig skömmina.

Þeir meiga eiga hana alveg þinglýsta og skjalfesta...

Ég ætla að vera stolt, með upprétt bak og hreina samvisku og aldrei fela þjóðerni mitt fyrir neinum, og finnst að allir aðrir, almennir borgarar, eigi að vera það líka. Það er fyrsta skrefið í átt að því að öðlast aftur virðingu og tilverurétt í heiminum. 

Ég er Íslendingur sama hvað... in rich and in poor 'till death do us apart... 


Heimurinn er sjaldan eins og maður heldur!

Jæja! Ákvörðun. Ég ætla mér ekki að tala um kreppu. Ég fæ alltaf tár í augun bara og ég meika það ekki. Svo ég er að hugsa um að segja ykkur frá svolitlu sem ég komst að um daginn í staðinn! Þetta verður magnað.

Um daginn var ég að pöbbast og hitti fyrir eina kunningjavinkonu mína sem í miklu offorsi dró mig inná klósettið á Óliver og sagði mér frá dálitlu sem setti heiminn minn á hvolf. Hún hafði orð á því að hún ásamt fleirum vinkonum sínum væru að upplifa það að þær hefðu meiri áhuga á kynlífi heldur en kærastinn!

Hvað er að gerast?!

Í kjölfarið á þessum klósettsamræðum gerði ég óformlega skoðanakönnun til að sjá hvað kynsystur mínar hefðu um þetta mál að segja. Ég bjóst við því að heyra allt annað en það sem ég fékk að heyra. Niðurstaðan í skoðanakönnuninni var að konur í kringum mig og konur í kringum konurnar sem eru í kringum mig eru allflestar að upplifa það að karlmennirnir í lífi þeirra hafa minni áhuga á að stunda kynlíf en þær! Mér leið einsog Neo í Matrix heiminum við þessar fréttir, er raunveruleikinn lygin ein?!

Þegar maður heyrir slíkar fréttir, sem ganga þvert á allar ímyndaðar eða raunverulegar reglur sem maður hefur gert sér um lífið, þá verður maður hálf dofinn og maður spyr sig, af hverju? Af hverju hafa karlmenn allt í einu minni áhuga á kynlífi? Maður hefur heyrt allt sitt líf að konur séu þær sem snúa sér á hina hliðina, eru þreyttar, hafa hausverk. Maður sér það líka í bíómyndum, karlmenn að berjast við og beita brögðum til að fá makann til að sofa hjá sér. Maður hefur lesið allskonar greinar og horft á Opruh (úps.. þarna kom ég útúr skápnum..) þar sem rætt er um leiðir fyrir konur til að finna í sér kynlífsdýrið til að geta “sinnt” maka sínum og umfram allt sínum eigin kynlífsþörfum.

Algengasta skýringin sem ég fékk að heyra frá skilningsvana konum var að karlmenn kvarta víst undan því að þeir vinni svo mikið að þeir hafi ekki orku fyrir kynlíf! Finnst ykkur þetta ekki furðulegt?

Minn lærði sannleikur á lífinu hefur kennt mér það að karlmenn séu alltaf til í tuskið, no matter what. En af hverju vilja þeir ekki? Þessi spurning á einhvern máta svífur útí tómið með enga von um að nokkurn tímann eiga þaðan afturkvæmt. Það eru engin svör í tóminu (enda er það tómt. Og í tóminu eru líka við, konurnar, sem hafa verið sviptar öllum lærðum sannleika um lífið og sambönd karla og kvenna. Við sitjum eftir skilningslausar með titrarann einan um hönd. Í alvöru stelpur, þetta eru skelfilegar fréttir! Hvað er að gerast? Hvar á maður að byrja að leita svara við þessum spurningum?

Er þetta sálrænt, félagslegt, náttúrulegt eða hvað? Fyrsta skýringin sem mér datt í hug var að allir karlmenn heimsins hefðu tekið sig meðvitað saman um að refsa okkur fyrir aldalanga meðferð okkar á þeim. Að það sé til einhver leyniklúbbur karlmanna sem er að hafa af okkur völdin sem við höfum haft. Mér finnst þetta samt ekki líkleg skýring. Kannski hefur þetta alltaf verið svona, konur hafa bara ekki viljað viðurkenna það, því samkvæmt gamalkunnum stöðlum um ímynd kvenna þá sæmir það ekki góðri konu að geta ekki fullnægt manni sínum.

Kannski er þetta ein af afleiðingum nútímasamfélagsins og kvennabyltingarinnar. Að konur eru orðnar svo meðvitaðar um sjálfar sig og sínar þarfir að karlmenn bara bugast. Eftir því sem mér skilst og hef upplifað þá er það einn af kostum þess að vera kona sá að við segjum já eða nei við kynlífi. Þeir eru alltaf til, og við fáum okkur gott í kroppinn þegar okkur langar, og þeir verða bara að láta sér lynda kúr og koddahjal ef við erum ekki í stuði. En svo reynist það bara vera lygi! Hefur þetta kannski alltaf verið lygi? Jesús minn, hugsið ykkur. Kannski er þetta fyrsta vísbendingin um að mannkynið sé að deyja út. Ef karlmenn vilja ekki lengur sofa hjá, sem er önnur lykilforsenda þess að mannkynið haldist gangandi, þá er væntanlega voðinn vís.

Kannski er náttúran að grípa í taumana á óhóflegri fólksfjölgun með því að eyða kynhvöt karla.

Kannski er þetta eitthvað sálrænt hjá karlmönnum. Þeir eru ekki aldir upp við kunnáttu á hina “nýju konu” ef það má orða það svo og misskilja okkar öryggi og sjálfsþekkingu sem eitthvað neikvætt í þeirra garð. Eða eru konur kannski orðnar graðari? Eftir að við uppgötvuðum það að okkar fullnæging skiptir líka máli þá viljum við meira og oftar? Það reynist mér erfitt að finna haldbæra skýringu á þessu. Spurningin um hvað það er sem karlar vilja er að marka enn eitt öfugmælið í nútímanum sem við reynum að leita svara við. Við vitum nú loksins hvað konur vilja og þá taka karlmenn uppá því að verða óskiljanlegir! Ég held samt að skýringin sé einna helst að karlmenn séu líka komnir í takt við nútíma tilfinningaþarfir sem konur uppgötvuðu með Cosmopolitan og Sex and the City ruglinu.

Þeir þurfi alúð og umhyggju og séu þreyttir á að það sé litið á þá sem kaldrifjaðar reðurvélar til notkunar á staðnum. Ég gæti vel trúað því að kvennabaráttan hafi haft smitandi áhrif á karlmenn. Þeir, líkt og konur, þurfa enn þann dag í dag að berjast gegn staðalímyndum. Ein staðalímynd sem konur vilja berjast gegn er að vera taldar eingöngu hæfar til að sjá um heimilið, karlmenn vilja kannski berjast gegn því að vera taldir harðgerðir vinnusjúklingar með tilfinningalausa kynþörf.

Meðan karlmenn horfðu á okkur vinna að auknu sjálfstæði þá fóru þeir kannski að finna sitt eigið, og nú er það að brjótast fram. Nú þurfum við konur kannski að fara að endurmeta okkar staðalímyndir á körlum. Það er sagt að innan veggja hjónasængurinnar leynist ýmis leyndarmál, og kannski er þetta eitt af þeim. Leyndarmálið um hinn tilfinningaríka, viðkvæma, alveg-einsog-konur-hugsa-um kynlíf-týpu af karlmanni, sem, einsog formæður okkar þráðu kosningarétt og athafnafrelsi, þráir hann ástúð, skilning og tilfinningasvigrúm og bíður eftir því að fá sitt tækifæri til að brjótast út úr staðalímynd hins týpíska karlmanns.

Þetta samfélag er alveg stútfullt af óvæntum uppákomum. Cool


Hmm...

Einhvernvegin er ég búin að vera að hugsa og hugsa og hugsa... hugsa svo mikið að ég er alveg komin í hring með það sem ég er að hugsa... En einhvernvegin hef ég bara ekkert að segja, held ég sé ennþá að ná mér eftir þennan rússibana sem virðist reyndar engan endi ætla að taka...

Ég græt IMF lán sárlega... Ég nefnilega datt í þá blekkingu að trúa því að Geir Haarde myndi ekki láta evrópu kúga sig til eins eða neins... Svona er ég nú stundum bláeygð.

Ég græt einnig þá staðreynd að þegar það verður gengið til kosninga næst, hvenær sem það verður, þá verður ekkert val þar sem allir flokkir fyrir utan VG eru að breytast í einhverja helvítis ESB talsmenn.. og jú F-listinn, en hver kýs F-listan með réttu ráði?... 

En ég ætla þess í stað að stela mynd af baggalúti, því það segir í rauninni allt sem mig langar að segja um þetta allt saman... 

 

tal_31_landeydur

 

 Og með þessum orðum er ég að hugsa um að fara og halda áfram að gráta örlög landsins míns...

Sæl að sinni... 


Mynd sem allir verða að sjá.

 

 

 

Bjargar deginum... algjörlega


Þetta er ekki svartsýnisfærsla.

Eða.. ég skal reyna að halda mig á mottunni...

Ég fór allt í einu að pæla í því dag. Það er ótrúlega skrítið að vera að vinna einhverja vinnu sem ég veit að ég verð ekki að vinna 1. janúar á næsta ári. Mér fannst það ótrúlega tilgangslaust eitthvað, og velti mikið fyrir mér afhverju ég væri yfir höfuð að mæta.

Fannst þetta skemmtileg pæling þar sem það er örlítill Ólafur Stefánsson í mér og ég á það til að fara á flug með eigin pælingum.

Ég komst nefnilega að því að það skiptir bara nákvæmlega engu máli hvernig ég haga mér, hvort ég mæti seint í vinnuna eða fari of snemma úr henni. Hvort ég panti tíma í klippingu kl 2 um daginn eða hvort ég er klukkutíma eða jafnvel tvo tíma í mat...

Ég er hvort sem er að hætta... og hvort sem vinnukrafts míns sé óskað eður ei skiptir ekki máli því ég verð allavega á launum til áramóta hvort sem er.

Þetta gaf mér ákaflega skemmtilegar hugmyndir... mæta í gallabuxum í vinnuna til dæmis, en það er dresscode í vinnunni og gallabuxur eru stranglega bannaðar. En hvað á yfirmaðurinn að segja?

Ef ég væri enn drykkfelldur aumingi þá gæti ég jafnvel tekið upp "danska daga" í hádeginu... kannski hugmynd fyrir aðra starfsmenn... could be...

En þó þessar tvær hugmyndir séu endilega ekkert fyndnar eða merkilegar, hvað þá frumlegar. Þá er þetta það eina sem ég vil nefna... því ekki fer ég að gefa það besta frá mér. Það væri heimskulegt...

En þá er það sá galli á mér að þó svo að ég haldi að ég sé alveg ógurlegur töffari og hörð í horn að taka og geri bara það sem mér sýnist þá er það stór misskilningur. Og þá er minn misskilningur í eigin garð mun svo stærri en fólk úti á götu hefur.

Ég nefnilega ætlaði að vera ógurlegur rebel og vera ógeðslega lengi í mat. Var alveg harðákveðin í því að vera alveg ógurlega lengi og alvega extra þurr og leiðinleg. En það sem gerðist var síðan alveg týpískt fyrir mig.

Ég fór í mat á mínum tíma og á minn klukkutíma í mat, ég fór meira að segja út að éta... í kreppunni (ég veit.. ég ætti að skammast mín... en geri þó ekki) En ég var varla sest niður að ég leit á klukkuna og sá að ég átti bara rúman hálftíma eftir, um leið, nánast á sömu sekúndu fuku allar fyrri áætlanir út í sandinn um að vera óþægur krakki og pantaði mér salat í matinn (sem er ekki matur!) því ég vissi að ég yrði fljót að borða það plús að ég þyrfti ekki að bíða lengi eftir að fá það á borðið til mín.

Ekki nóg með það, heldur var ég komin með svo mikinn "sjittégeraðverðaofsein"-hjartslátt og adrenalínflæði og varð úr að ég var mætt.. og takið eftir... 5 mínútum of snemma úr mat!

5 mínútur of snemma. Það er eitthvað sem hefur bara aldrei gerst á mínum starfsferli.

Þannig, svöng, móð, sveitt og þreytt eftir kapphlaupið við tíman henti ég mér í stólinn minn skellti headsetinu á hausinn og hélt áfram að vinna mína vinnu af þeirri samviskusemi sem ég er alin upp... drullu svekkt... Nei... ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra það fyrir ykkur hvað ég varð ógeðslega svekkt út í sjálfa mig.

Og það fyrir að mæta of snemma...

Bara ef vandamálin væru ekki stærri en þetta, þá væri lífið nú ljúft... 


Svei.

Ég fékk uppsagnabréfið mitt í vinnunni í dag... Ásamt öllum hinum.

Það einhvernvegin dró úr mér alla þá bjartsýni sem ég var búin að búa mér til í morgun þegar ég vaknaði í skítakuldanum og myrkrinu í morgun og sagði...

"Vá hvað þetta verður geðveikur dagur!"

... Segir manni bara það að það borgar sig ekki að lifa í blekkingunni. 

Stefni því á að gerast atvinnu neikvæðnispúki og breyta mér í Trölla... svona af því að það eru allir farnir að tala um jólin... eins og það sé nú tímabært. 

Eða, ég gæti líka bara gerst hagfræðingur. Ekki eins og fólk muni eitthvað pæla í því hvort ég sé það, það hlustar bara í leiðslu og jánkar og segir "já.. en sniðugt!... gerum það!"

Því legg ég til að við tökum upp Lató-hagkerfi á Íslandi og breytu nafninu úr Ísland í Latibær Inc. 

Maggi Scheving (eða hvernig það er skrifað) forsætisráðherra og við hin förum og ræktum grænmeti... 

Sounds good to me... 

Farin út að hlaupa....

kveðja... ein í ruglinu! Shocking

Ps. Vog; Ef þú hefur viljað breyta til í lífi þínu þá er þetta rétti dagurinn til að fikra sig inn á nýjar brautir. Stjörnurnar hvetja þig til kurteisrar uppreisnar.

Húmoristi þessi sem skrifar stjörnuspárnar alltaf... 


Mótmælin á Morgun klukkan 12:00 við Alþingishúsið.

Heil og sæl! Nú rétt í þessu voru að berast ábendingar frá OECD að ef að Ríkisstjórnin víkji ekki frá nú þegar sé staða okkar sú skelfilegasta sem menn hafa séð gerast í vestrænu ríki síðan í seinni heimstyrjöldinni!

Núna sem aldrei fyrr verðum við að standa saman og láta allan heiminn vita af því að við íslendingar látum ekki bjóða okkur meir en komið er af skelfilegum atburðum sem einkennast af spillingu, valdagræðgi og hroka yfirvalda sem hafa sett okkur út á kaldan klaka og er nú mest umhugað að bjarga eigin skinni en ekki hagsmunum hins almenna íslendings.

Viljum við leyfa þeim að halda þessu ÁFRAM? Er ekki komið nóg? Erlend stjórnvöld og stofnanir vilja ekki lána okkur peninga þar sem þeir treysta ekki núverandi Ríkisstjórn. Þetta kostar okkur gífurlegar fjárhæðir með hverri mínútu sem líður og menn vilja ekki víkja vegna ótta við að upp um þá komist, spillinguna sem þeir halda utan um.

Hverju höfum við að tapa? Erum ekki nú þegar rúin trausti og orðin gjaldþrota, er það ekki nóg? Eftir hverju erum við að bíða?

Hvetjið alla - alla til að mæta, taka sér hádegishlé og sýna samstöðu. Friðsamleg Mótmæli við Alþingishúsið klukkan 12:00 á morgun, miðvikudag, klukkan 12:00! Tökum höndum saman og myndum SKJALDBORG utan um Alþingishús okkar íslendinga! Ríkisstjórnin víkji Nú Þegar!

Baráttukveðja!


Ef einhverntíman...

... ég hef verið kvíðin þá hefur það verið kid-stuff miðað við þann kvíðahnút eða hnullung öllu heldur, sem gerir sig heimakominn í maga mínum, hjarta og hug þessa dagana yfir næsta ári.

Ég veit ekki almennilega hvernig mér á að líða.

Maður fær sótsvartar efnahagsspár beint í æð í öllum fréttatímum og hálfpartinn neitar að trúa því að þetta sé að gerast fyrir alvöru.

Maður horfir á húsnæðislánið hækka upp fyrir öll mörk þess sem manni er mögulegt að skilja og maður bíður eiginlega bara eftir því að einhver hoppi fram og hlæji að manni og segi "allt í plati..." og þá geti allir andað léttar, en auðvitað veit maður að svo er ekki.

Matarkarfan hækkar og hækkar eftir því hversu oft á dag er talað við forsætisráðherra.

Og síðan það sem mér þykir hvað verst og fær kökkinn í hálsinum til þess að verða óbærilegri og það er vonleysisglampinn sem kominn er í augu allra þeirra sem stjórna landinu og ættu að vera að berja í okkur sauðsvartan almúgann kjarki og þor...

Maður er einfaldlega alveg hætt að heyra... Þetta reddast. 

Og þá er það orðið svart.

Ég er þó heppnari en margir þar sem ég skuldaði ekki meira en ég átti fyrir. Þó svo að sú skuldastaða hafi samt breyst við atburði síðustu vikna þá held ég að ég komist samt ekki með tærnar þar sem margir hafa hælana í þeim efnum. 

Ég gleymdi nefnilega alveg að taka þátt í þessu neyslubrjálæði sem hefur einkennt þjóðina síðustu ár, enda hef ég aldrei trúað því að á Íslandi ríkti góðæri... kom á daginn að ég (og ábyggilega fleirri) hafði rétt fyrir mér. 

Ég á engin börn heldur, ég bara get ekki ímyndað mér í hvaða stöðu barnafólk er í, einstæðir foreldrar...

Ég er heldur ekki enn búin að missa vinnuna, en ég mæti þó í vinnuna bara fyrir daginn í dag upp á von og óvon. Það er gífurlega óþægilegt. Það á eflaust við um flest alla aðra líka.

Óvissuástand er eitthvað sem hefur aldrei farið vel í mig, það tætir mig svolítið upp að innan. En ég held samt að þrátt fyrir alla svartsýnina og allt það svartnætti sem spáð er að hrynji yfir okkur eftir áramót, og reyndar eiga að öllum líkindum eftir að verða mun verri en við getum nokkurntíman órað fyrir. Að þá þýðir samt ekki að leggjast niður og gefast upp. 

Því ef einhverntíman hefur verið þörf á því að maður standi í lappirnar og berjist fyrir sínu þá er það á svona tímum. Ég hef takmarkaðar áhyggjur af því að við komumst ekki í gegnum þetta, því við munum gera það. Eins og alltaf þegar eitthvað hefur bjátað á, það er bara held ég ekki alveg í Íslendingum að gefast upp.

Við getum einfaldlega ekki látið getuleysið og vonleysisglampann í augum forsætisráðherrans draga okkur niður... Það er ekkert mark takandi á honum hvort sem er... einfaldlega of mikill norðmaður í honum. Wink

Það er nauðsynlegt að berja í sig þjóðarstoltið, ég er í það minnsta enn jafn stolt af því hvaðan ég kem og ég hef alltaf verið. Ég hef ekki stolið neinu svo afhverju ætti ég að skammast mín?

Það breytir því samt ekki að ég er kvíðin... Kannski af því að ég hef aldrei upplifað neitt í þessari líkingu. 

Ég er þessi kynslóð sem aldrei hefur þurft að hafa áhyggjur af því að það sé ekki til brauð í búðinni... Hjá minni kynslóð eru kreppur og efnahagsvandamál eitthvað sem við höfum einungis lesið um í Sögu-bókum í skóla. Tækifærin hafa verið endalaust, takmarkalaus. Svo lengi sem maður hafði hugmynd þá var það framkvæmanlegt... 

Hvernig verður það á næstu árum?

...Ég er svartsýn... en samt hæfilega bjartsýn. 

...Ég kvíði fyrir. 


Hmm.

Hér er ég, hvar eruð þið? Tounge


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband