Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Kreppulaust blogg.

Þar kom að því! Ég ætla frekar að segja ykkur hvað það getur verið einfalt að vera kátur og glaður með það sem maður þó hefur þó það sé ekki mikið.

Eins og ég kom inná hérna einhverntíman í fyrra, þá leit allt út fyrir að ég mundi missa vinnuna 1. janúar þessa árs. Hins vegar fór það nú svo að ég, og reyndar allir í minni deild voru endurráðnir og reyndar flest allir sem sagt hafði verið upp hjá fyrirtækinu... Það er þó ekki sagan sem ég ætlaði að segja. 

En, ég hef mjög gaman af vinnunni minni, sem snýst um að taka við skítnum frá kúnnum fyrirtækisins um allt sem þar fer miður, og leiðbeina því á beina braut aftur og setja bros á smettin á þeim. Þetta er oft mjög erfitt, þegar fólk er mjög reitt kannski. En allavega!

Í dag, hringdi inn frekar pirraður maður. Hann hafði þurft að bíða á línunni í einhvern tíma og þegar ég tók við honum byrjaði hann samtalið á að segja "Er ekki einu sinni hægt að hafa góða tónlist meðan maður bíður?"... og ég spurði manninn strax (ég fann það bara á mér að þessi maður hafði húmor þrátt fyrir pirringinn) hvaða lagaval hann myndi vilja hafa meðan hann biði, og hann nefndi einhverjar hljómsveitir sem ég kannaðist ekkert við... þannig að ég spurði hann bara hvort gæti ekki bara sungið fyrir hann?... hann sagðist ætla að hugsa málið, og kom svo með erindið afhverju hann hafði verið að hringja, ég hjálpaði honum með það og var búin að steingleyma þessu boði mínu um frían söng í beinni þegar maðurinn segir "heyrðu... já... taktu lag með SSSól og það verða allir sáttir..."

Ég...kann ekkert lag með SSSól tek það fram, en mundi svo eftir einu lagi svo ég söng það., í það minnsta þann hluta sem ég kann.. og hvaða lag var það?... jújú

...OK! ég játa það að tunglið er oooostur og þú ert tilbúin að fara í feeerðalag! ok! hvort viltu fara aftur bak eða áfram! veistu hvað er inn og hvað út? þetta er rugl þú fyrirgefur!... 

Og við þetta sprakk maðurinn úr hlátri, held hreinlega að hann hafi ekki búist við þessu, þakkaði mér fyrir framúrskarandi þjónustu, heimtaði nafnið á mér og sagðist ætla að koma því til skila til yfirmannsins míns hvurslags gullmoli maður er Wink

Ég get alveg viðurkennt að þetta kitlaði egóið mitt örlítið... en samstarfsfólk mitt horfði á mig, einhverrahlutavegna, líkt og ég hefði endanlega gengið af göflunum. Enda líklega ekki helmingurinn af fólkinu sem ég vinn með sem veit hvaða hljómsveit SSSól er...var.....  Whistling


Var að spá...

Núna er allt brjálað yfir þeim hugmyndum ríkistjórnarmanna um að íbúðarlánasjóður fái heimildir til að taka við hinum svokölluðu myntkörfulánum og endurreikna í íslenskarkrónur, á því gengi sem krónan var í þegar lánin voru tekin hverju sinni.

Fólkið semsagt, sem ekki tók myntkörfulán heldur var íhaldsamt og tók bara gamaldags 80% húsnæðismálalán í verðtryggðri ónýtri krónu, er eitthvað reitt.

Ég skil það samt ekki alveg.

Vissulega er þetta ákveðin skuldaútsktrikun hjá þeim sem eru með myntkörfulánin sín, og vissulega kemur það fólk (sem er um 40% þeirra sem eiga húsnæði) til með að "græða" á þessu, ef af verður. En er það ekki betra, að fólk haldi húsunum sínum, geti borgað af lánunum sínum og staðið í skilum heldur en að allt þetta fólk (stór partur af þeim allavega) fari í gjaldþrot?

Fjöldagjaldþrot kemur nefnilega líka niður á okkur öllum hvort sem er, og líklega, án þess að vita það þó, er það dýrara heldur en hitt. Þannig mætti ekki segja að in the long run "græðum" við öll eitthvað á því að þessi leið verði farin?

Ekki það að ég hef gjörsamlega ekkert vit á þessu... svo fólk er alveg frjálst að leiðrétta mig, án þess þó að vera með skítkast.

Eitt er alveg ljóst að eitthvað verður að gera, og enn ljósara að það kemur til með að bitna á einhverjum öðrum í staðinn.

Er ekki líka verið að skoða leiðir til þess að koma til móts við þá sem eru með verðtryggð lán? Það er eins og mér finnist ég hafa heyrt það einhversstaðar... þak á verðtrygginguna? Eitthvað þannig allavega...

Taka það fram kannski að ég tók ekki myntkörfulán, ég hafi þó vit á því, svo ég er ekkert að fara "græða" á neinu... En samt er lánið mitt í hæðstu hæðum útaf verðtryggingunni, og verðbólgan að samaskapi étur upp það sem ég á, eða öllu heldur átti, í íbúðinni minni. Ég get ekki ímyndað mér það hvernig þetta er að fara með þá sem tóku 90% hvað þá 100% óverðtryggð lán í einhverri erlendri mynt... mér þykir það alveg hryllilegt.  

Sji.. heilinn í mér fer alltaf að snúast í hringi þegar ég pæli í þessu, þetta er ekki fyrir meðalgreindan sauð eins og mig að vera að pæla í...

Sorry.... Shocking


Með æluna í hálsinum.

Hún var krúttleg umfjöllunin um lífshlaup Róberts Wessman í Íslandi í dag, í kvöld. Hallærislegar myndir úr myndaalbúmum og allt saman. Hann hlítur að vera heilagleikinn sjálfur miðað við lýsingarnar.

Er þetta það sem koma skal?

Ég er enn með æluna í hálsinum.

Trúi því ekki að það sé einhver sem kaupir þetta djöfuls kjaftæði...

Djöfulsins bananalýðveldi er þetta... Oj bara.


Tilgangslaus hugarveltingur vitleysings.

Þar sem ég er að vinna, vinnur mikið af fólki. Stórt fyrirtæki og allir á sínum básum. Mér líður stundum svolítið eins og ég sé eins og hvert annað húsdýr. Mitt hlutverk felst í því að svara í síman allan daginn og láta hrauna yfir mig skít og skömmum fyrir eitthvað sem síðan hefur ekkert með mig að gera. "Ég bara vinn þarna" eins og einhver sagði.

En, það var nú ekki vinnan mín sem ég ætlaði að tala um per se, ég veit ekki afhverju ég geri þetta alltaf, rausa um eitthvað sem kemur málinu ekkert við... en allavega... bare with me.

En það koma stundir í vinnunni þar sem ekkert að gera, af einhverjum ástæðum, og þá nýti ég tíman til að láta hugan reika. Það hefur komið fram hérna perverískur áhugi minn á að fylgjast með fólki og athöfnum þeirra í daglega lífinu. Þetta er eitthvað sem ég get stundað mikið í mínu stóra fyrirtæki.

Og ég fór að spá, stutt frá skirfstofubásnum mínum er neyðarútgangur, hurð sem er við hliðina á tromluhurð sem maður þarf að komast í gegnum með skilríki til að komast inn og út úr vinnusalnum. Þessi neyðarútgangur er alltaf læstur, vitanlega og er einungis húsvörður svæðisins með lykil af þessari, að því er virðist, hurð til himnaríkis.

En eitthvað hlítur þessi hurð að hafa annað og meira en tromluhurðin sem ég geri mér ekki grein fyrir hvað er, því það bregst ekki að í, eftir vísindalegar kannanir á þessu, 95% tilvika tekur fólk alltaf í húninn á neyðarútgangshurðinni til að vita hvort hún sé opin. Meira að segja í mörgum tilfellum gengur fólk fram hjá tromluhurðinni til þess eins að taka í húninn á harðlæstri hurð...Ég velti fyrir, afhverju? þessi hurð er alltaf læst, enda væri tilgangslaust að hafa tromluhurð með skilríkis-aðgangskröfu ef þessi hurð við hliðina á væri opin.

En þetta veit fólk, allir sem vinna í þessari byggingu vita þetta, en samt gerir það þetta. Þessi "it could be" hugsun, sem mér finnst reyndar mjög mögnuð og merkileg svona á fullorðins árum. Þetta er svona eitthvað eins og maður hugsaði þegar maður var lítill og var stútfullur af einhverri svona furðulegri von um að eitthvað gæti mögulega verið öðruvísi við eitthvað sem aldrei breyttist, svona að pabbi gæti nú tekið upp á því að leyfa mér að vera úti til 00:00 á morgun þótt hann leyfðí mér það ekki í dag eða bara aldrei...

Mér finnst þetta fyndið. Aðalega af því aðvonbrigði fólks eru alltaf þau sömu "oh" enda er það gífurlega tímafrekt og erfitt að þurfa alltaf að labba í gegnum tromluhurð, sem síðan stundum á það til að hætta bara og fara í frí með mann fastan á milli... sem er mjög gaman reyndar.

En hvað er þetta í fólki sem fær það alltaf til að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur þrátt fyrir fulla vitneskju um annað? Er þetta kannski svolítið bara lýsandi fyrir almenning í landinu í dag? Þrjóska?


Pleh.

Getur maður fengið hausverk við það að hugsa of mikið? 

Verð ég þá að hætta að hugsa til að losna við hann? 

Semsagt aldrei... sji það er alveg endalaus slepja yfir manni... 


Questions questions...

Getur einhver sagt mér afhverju í sótrauðum andskotanum Ísland hefur ekki fordæmt aðgerðir Ísraelsmanna í Palestínu, og í leiðinni slitið öllu sambandi við Ísrael?

Herlaust landið... sem heitir því í stjórnarskrá sinni að taka aldrei þátt í stríðum.

Meira að segja Danir og Norðmenn eru búnir að þessu... Á undan okkur, hvenær skildi það gerast að við förum að hafa frumkvæði í svona fordæmingu?

*dæs*

----- 5 mín seinna...

Aldrei má maður vera reiður í friði!...

En jæja... skildi þetta virka á allt annað? afhverju í (finn ekki nógu sterkt blótorð) er ríkisstjórnin ekki búin að segja af sér og boða til kosninga?

 


Ég er...

... ótýndur vopnaðu glæpamaður.

Ég hef verið kölluð ýmislegt um ævina en þetta hefði mér aldrei getað dottið í hug sjálfri LoL

En ég velti fyrir mér þessari spurningu:

Fyrir hverja eru "einka"fjölmiðlar farnir að vinna? Og bara allir fjölmiðlar for that matter?

... já, ótýndiglæpamaðurinn spyr sig...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband