Hmm...

Einhvernvegin er ég búin að vera að hugsa og hugsa og hugsa... hugsa svo mikið að ég er alveg komin í hring með það sem ég er að hugsa... En einhvernvegin hef ég bara ekkert að segja, held ég sé ennþá að ná mér eftir þennan rússibana sem virðist reyndar engan endi ætla að taka...

Ég græt IMF lán sárlega... Ég nefnilega datt í þá blekkingu að trúa því að Geir Haarde myndi ekki láta evrópu kúga sig til eins eða neins... Svona er ég nú stundum bláeygð.

Ég græt einnig þá staðreynd að þegar það verður gengið til kosninga næst, hvenær sem það verður, þá verður ekkert val þar sem allir flokkir fyrir utan VG eru að breytast í einhverja helvítis ESB talsmenn.. og jú F-listinn, en hver kýs F-listan með réttu ráði?... 

En ég ætla þess í stað að stela mynd af baggalúti, því það segir í rauninni allt sem mig langar að segja um þetta allt saman... 

 

tal_31_landeydur

 

 Og með þessum orðum er ég að hugsa um að fara og halda áfram að gráta örlög landsins míns...

Sæl að sinni... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þá er að kjósa Vinstri Græna, hverjum langar til að búa á Íslandi stjórnað af Evrópusamtökum?? ekki mig......
Annars er fínt að lesa færslurnar hjá þér, eina sem segir án þess að vera að bæta einhverju við og gera þetta flókið fyrir litla hausa sem eiga erfitt með að hugsa og fatta svona stórt mál!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Ómar Ingi

Fyrr myndi ég skjóta mig en að kjósa yfir mig fólk sem vill ekki og mun aldrei taka afstöðu og er á móti öllu.

frekar skila ég auðu en að kjósa nokkuð af þessi skítapakki sem býður sig fram í sama hvaða umbúðir þeir setja sig í , þetta er nefnilega allt jafn rotið þegar á þing er komið.

En annars er ég helvíti nettur

Ómar Ingi, 17.11.2008 kl. 22:35

3 Smámynd: Isis

tjah.. það vill nú oft veraþ annig Ommi minn að þeir sem eru í stjórnarandstöðu eru á móti mjög mörgu... er það nú algjörlega óháð flokki

það sem er ef til vill bara að rugla þig í ríminu er líklega það að vinstrameginviðmiðju-flokkar hafa ekki verið við völd í landinu í.... já mjög langan tíma, svo þeir hafa þurft að vera á móti í ansi langan tíma.... 

Ég mun frekar kjósa yfir mig vinstristjórn heldur en að sjá þjóðina ganga inni í esb (og líklegt að stjórnvöld myndu einfaldlega taka þá ákvörðun fyrir okkur án þess að svo mikið sem spyrja um leyfi... eins og reyndar á við um allar aðrar ákvarðanir...)

En annars er ég alveg ágæt þakka þér fyrir að spyrja

Isis, 17.11.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvaða hvaða? það er sko miklu betra veður í Evrópu en hér

Brjánn Guðjónsson, 18.11.2008 kl. 08:26

5 identicon

He he he ... um leið og ég tek undir með þér MissSilly, þá finnst mér punktur Brjáns mjög réttmætur og góður! Ég hef jú miklar áhyggjur og hef ekki hugmynd um hverja ég ætti að kjósa í næstu kosningum (hvenær sem þær svo verða) ...

Á maður að vera harður Íslendingur og vera á móti ESB, eða á maður að gerast harður Evrópusinni og fagna umræðum um aðild? Hverjir eru kostirnir og gallarnir? (Flott mynd frá Baggalút!)

Kærar kveðjur héðan úr norðri.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband