Mótmælin á Morgun klukkan 12:00 við Alþingishúsið.

Heil og sæl! Nú rétt í þessu voru að berast ábendingar frá OECD að ef að Ríkisstjórnin víkji ekki frá nú þegar sé staða okkar sú skelfilegasta sem menn hafa séð gerast í vestrænu ríki síðan í seinni heimstyrjöldinni!

Núna sem aldrei fyrr verðum við að standa saman og láta allan heiminn vita af því að við íslendingar látum ekki bjóða okkur meir en komið er af skelfilegum atburðum sem einkennast af spillingu, valdagræðgi og hroka yfirvalda sem hafa sett okkur út á kaldan klaka og er nú mest umhugað að bjarga eigin skinni en ekki hagsmunum hins almenna íslendings.

Viljum við leyfa þeim að halda þessu ÁFRAM? Er ekki komið nóg? Erlend stjórnvöld og stofnanir vilja ekki lána okkur peninga þar sem þeir treysta ekki núverandi Ríkisstjórn. Þetta kostar okkur gífurlegar fjárhæðir með hverri mínútu sem líður og menn vilja ekki víkja vegna ótta við að upp um þá komist, spillinguna sem þeir halda utan um.

Hverju höfum við að tapa? Erum ekki nú þegar rúin trausti og orðin gjaldþrota, er það ekki nóg? Eftir hverju erum við að bíða?

Hvetjið alla - alla til að mæta, taka sér hádegishlé og sýna samstöðu. Friðsamleg Mótmæli við Alþingishúsið klukkan 12:00 á morgun, miðvikudag, klukkan 12:00! Tökum höndum saman og myndum SKJALDBORG utan um Alþingishús okkar íslendinga! Ríkisstjórnin víkji Nú Þegar!

Baráttukveðja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála því að hér þarf að skipta um í brúnni, en hefur OECD eitthvert umboð til að hlutast til um sjórnarfar hér??  Hvað andskotans bull er þetta?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2008 kl. 02:03

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Fórst þú???

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.11.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: Ómar Ingi

Sumir þurfa að vinna

Ómar Ingi, 12.11.2008 kl. 14:17

4 Smámynd: Isis

Jamm ég fór...

Vinna svinna... það fá allir hádegishlé

Isis, 12.11.2008 kl. 17:20

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Nú ætla ég sko að fylgjast með báðum fréttunum!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.11.2008 kl. 17:34

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sá þig alveg öööörugglega..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.11.2008 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband