Blogg um ekkert...

Það er alveg merkilegt hvað ég einhvernvegin hef ekkert merkilegt að segja að mér finnst... eins og ég var nú alveg magnaður bloggari hérna einu sinni...

Samt, furðulega við þetta þegar maður fer að pæla í því, er að mér finnst ég ekki hafa neitt merkilegt að segja af því að ég er ekki alveg að drepast ofan í sjálfa mig, eða geðveikin að fara með mig. Ég er nefnilega ekkert öðruvísi en flestir, maður nennir ekkert að lesa væmið jákvætt stöff endalaust... 

En talandi um þetta, ég ætlaði alltaf að segja ykkur smá merkilegt. Eða mér finnst það allavega merkilegt. Ég hef verið í smá tilraunum með sjálfa mig og sjúkdóminn minn, með aðstoð frá hómópata.

En Þegar ég var út í New York í sumar þá kynntist ég þar manni sem er að díla við það sama og ég, og sagði hann mér merkilega sögu af sjálfum sér. Hann var í sama pakka og ég, þetta með að þola illa lyfin sem gefin eru við þessum vágesti og þolir í rauninni ekkert að taka nein lyf af viti. Ég hef það þó fram yfir hann að það er eitt lyf sem ég get tekið og hef tekið alveg frá upphafi, en það fer samt ekkert sérstaklega vel í mig en ég læt mig þó hafa það. 

Hann fór þá að segja mér frá því hvernig hann ákvað að tækla þetta, en konan hans sem er mikill svona lífrænt-heilbrigt-líferni-sinnuð fór að gera á honum allskonar tilraunir, enda hverju hefur maður svosem að tapa?... 

Komust þau að því að fyrir hann (en ég segi fyrir hann, og hann talaði alltaf um bara sjálfan sig, enda leggst þessi sjúkdómur mjög misjafnlega á fólk) leið honum best þegar hann borðaði bara algjörlega lífræna fæðu, sleppti öllu hvítu hveiti, mjólkurvörum og sætindum. Með þessu hafi hann náð að hafa meiri stjórn á sjúkdómum og haldið honum að mestum parti niðri. Sagði hann að köstin sem hann var að fá allt upp í 5 - 7 sinnum á ári hafi farið niður í 2 köst, og stundum hafi það bara verið einu sinni, en auðvitað er það miklu fleiri þættir sem spila þarna inn í en bara mataræðið, en mataræðið væri samt sem áður þáttur, og líklega fyrir marga mjög stór þáttur. 

Nú, með þetta fór ég heim og leitaði ég mér reyndar mikilla upplýsinga á netinu um þessa hluti og sá að það var í alvörunni einhver grundvöllur fyrir þessu (en ég er frekar mikið fyrir það gerð að vilja hafa mikið af staðreyndum í kringum mig áður en ég ákveð eitthvað... mjög... heilbrigt eða þannig..).

Þannig að, hvað gerði ég? Jú, ég hætti að reykja, hætti að drekka kaffi, hætti að borða nammi. Þetta gerði ég samt sem áður allt saman í skömmtum, hætti þessu ekki öllu í einu enda er ég of mikill fíkill til þess. En allavega. Þetta var mér gífurlega erfitt tímabil enda var kaffi og sígó mín heilagasta stund á morgnana til þess að hjálpa mér að vakna. Og nammið...guð minn góður.... Ég neita því ekki að ég fæ mér alveg nammi stundum, en ég er ekki lengur étandi það dagsdaglega, meira svona einu sinni á margra vikna fresti.... I know... I know... ég viðurkenni það.. ég er nammifíkill.

Að auki hef ég svosem alltaf vitað það að kaffi - sígarettur og stanslaust nammiát er ekki eitthvað sem er sjúkdómi mínum til framdráttar né neitt sem hjálpar. Enda hefur verið á planinu lengi að hætta þessu öllu, alltaf bara vantað mótiveringuna til þess. 

Svo! Þarna var þetta komið og þetta gerðist í ágúst 2008, og hef ég síðan þá bara borðað svona organic food og sleppt öllu hvítu hveiti og öllum mjólkurvörum og hefur þetta haft það í för með sér, að í dag, 4 mánuðum seinna, verð ég að segja að líkami minn hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga (nei ég er ekki sjötug.. ég er 24 ára..) og ég hreinlega finn hvergi til, ég tek reyndar enn lyfin sem ég þarf að taka svo ég veit ekki alveg hvað er að hafa áhrif á hvað, en það er öruggt samt sem áður að bara breytt mataræði, þar sem ég borða mikið af lífrænt ræktuðum mat og grænmeti ásamt því að taka allskonar heilsuhúsarlyf og gingsen! Þá hreinlega hefur mér aldrei liðið betur í skrokknum.

Þetta hefur meira að segja hjálpað mér til þess að ná betri og lengri svefni, sem var reyndar enginn, en hefur þó held ég ekkert að gera með sjúkdóminn, meira bara geðveikina í mér.. sem er allt annar sjúkdómur. Tounge

En með þessu hef ég síðan farið í það að hreyfa mig ansi reglulega, eða 6 daga vikunnar, og hélt ég reyndar að það myndi nú algjörlega ganga frá mér. Þar sem að sjúkdómurinn á að hafa dregið í einhverju þreki og styrk... En allavega semsagt... 

Mér líður vel, og því hef ég ekkert að segja.... samt skrifaði ég alveg heila bók núna. En allavega...

Gleðileg jól bara... já ég held það barasta. 


Já...neinei.

Mér er ekki viðbjargandi, ég náttúrulega gerði heiðarlega tilraun til þess að vera mætt á skikkanlegum tíma til læknis í dag. Það eru engar nýjar fréttir, en ég alveg 10 mínútum of sein.

Ég held hreinlega að mitt hlutverk í þessu lífi sé einfaldlega ekki fólgið í því að mæta á réttum tíma eitthvert. Finnst einhvernvegin eins og ég eigi bara að fá vottorð upp á það. Tounge

En annars gerðist eitt undrið í dag. Mjög merkilegt meira að segja. 

Ég fór í strætó!  Ég hef aldrei á þeim 24 árum sem ég hef dregið andann farið í strætó, en var víst búin að lofa krökkum kallsins að ég myndi ná í þau og fara heim í strætó... það er nu einu sinni að koma jól, ha... 

Ég get síðan í kjölfarið alveg upplýst það, að ég mun ekki fara aftur í strætó þar sem ég komst að því sem ég hef alltaf haldið fram; Strætóbílstjórar eru geðveikir. 

Gaurinn sem var að keyra var næstum búinn að keyra yfir tvo bíla! á tæplega 7km leið TVO!!! Þetta er náttúrulega ekki hægt! Þar fyrir utan hefði ég verið fljótari að labba heim en að ferðast um bara heiminn þveran og endilangan... en það er alveg efni í annan pistil.

En krakkavitleysingarnir voru eins og ný útsprungin blóm að vori svo hamingjusöm voru þau með þessa strætóferð sína... merkilegt hvað það þarf lítið til að gleðja suma. 

En, annars er ég orðin svo glæpsamlega þreytt núna (enda búin að vera vakandi síðan kl 3 í nótt) að ég get ekki einu sinni geispað þótt ég þurfi þess...

Hey já! og svo svona... algjört aukaatriði náttúrulega! Ég fékk vinnuna mína aftur... Grin

En annars... bah þetta er skelfingar hörmungar færsla...

fariði í rassgat bara! Tounge


Of sein...

Ég er þekkt fyrir það að geta aldrei nokkurn tíman verið á réttum tíma til eins eða neins. Það er alveg sama hversu áríðandi það er. Ég hreinlega bara get ekki verið á réttum tíma, alveg sama hvað ég reyni og guð veit hvað ég reyni!

Þannig er það að ég á tíma hjá lækni kl fjögur í dag og gerðist það að ég vaknaði kl þrjú með andfælum rauk ég fram úr rúminu, bölvandi og raknandi, skildi samt ekkert í því hvað ég hefði sofið lengi þar sem ég sef vanalegast ekkert fram yfir hádegi, fór ekki einu sinni neitt sérstaklega seint að sofa þrátt fyrir tónleikaferð og annað þvíumlíkt. 

En allavega ég bölvaði mér allan tíman í sturtunni, meðan í þurrkaði mér, greiddi á mér hárið og tróð mér í föt. 

Ég sleppti því að fá mér morgunmat því ég sá fram á að ná aldrei fyrir fjögur til læknisins. Rauk út í bíl, skildi samt ekki alveg í því hvað það var undarlega lítil umferð allsstaðar í kringum mig. 

Ég brunaði til læknisins, í einum hlandspreng, sá fram á að ég myndi ná í tæka tíð og það fimm mínútum betur! Það hefur aldrei gerst á ævinni og fæddist því lítið bros á smettið á mér við þetta litla afrek mitt. 

Það runnu þó á mig tvær grímur þegar ég lagði í stæði fyrir utan autt bílaplan domus medica, sem er aldrei autt, og fannst þetta eitthvað skrítið. En ég sem aldrei er með klukku og klukkan í bílnum hefur bara 12 klukkutíma en ekki 24, fór ég útúr bílnum, horfði í kringum mig, andaði að mér ferskara lofti en gengur og gerist kl fjögur að degi til... and than it hit me... 

Kl er semsagt bara 03.55...

Ég var mætt... tímanlega... þegar það skipti engu máli!! 

Fyrst varð ég alveg ólýsanlega pirruð út í sjálfa mig og leið eins og fávita, en var jafnframt mjög feginn að það varð enginn vitni að þessu. En svo sprakk ég úr hlátri... 

Ég hafði þá ekki sofið í nema rétt rúman klukkutíma en leið samt eins og ég hafði sofið í heila eilífð, ég hringdi í kærastan sem var að vinna sína vinnu og tilkynnti honum að nú væri ég opinberlega orðin geðveik. Ég sver það...  þetta myrkur allan sólarhringinn er alveg að fara með mann. 

En semsagt, hér sit ég uppklædd og tiltörlega nýkomin úr sturtu, glaðvakandi og veit hreinlega ekkert hvað ég á af mér að gera... 

Skildi ég ná að mæta á réttum tíma til læknis á eftir?

Now... there's a question for ya.

Stay tunned!


Áskorun.

Hér er áskorun til forseta Íslands um að samþykkja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnainnar.

Ef þú ert sammála þá vinsamlegst klipptu afrit af áskoruninni og límdu í tölvupóst til

forseti@forseti.is,

oth@forseti.is

Vinsamlega senda "Cc" á netfangið

askorun@this.is - svo við getum fengið einhverja hugmynd um hversu margir taka þátt.

ÁSKORUN

TIL

FORSETA ÍSLANDS


Við landsmenn förum þess einarðlega á leit við yður, hæstvirtan forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson, að þér í krafti embættisins hafnið samþykki á fjárlögum þeim sem núverandi ríkisstjórn hefur lagt fram.

Fjárlagafrumvarpið mun velta gríðarlegum skuldaklafa yfir á almenning í landinu til margra ára, skuldum sem til var stofnað af óheilindum af hálfu athafnamanna sem störfuðu í skjóli stjórnmálaflokka, stjórnsýslu og stofnanaumhverfis sem hafa algerlega brugðist hlutverki sínu.

Frumvarpið er mesta aðför sem nokkru sinni hefur verið gerð að sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum, öldrunarheimilium, framhaldsskólum, háskólum og flestum öðrum þeim stofnunum sem almennt gera Ísland að vestrænni menningarþjóð. Það eykur misskiptingu í samfélaginu, leggur auknar álögur á þá sem minnst mega sín og neyðir fleiri en ella til að draga fram lífið á bótum sem ekki duga til framfærslu.

Frumvarpið festir í sessi þá ætlun ríkstjórnarinnar að láta almenning í landinu borga brúsann fyrir fjármálaóreiðu, ábyrgðarleysi og óheilindi fjárglæframanna og vina þeirra í núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn í stað þess að sækja þá til saka sem raunverulega ábyrgð bera.

Frumvarpið mun einnig staðfesta hagstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins yfir Íslandi næstu árin og binda börn okkar og jafnvel barnabörn á skuldaklafa um langt árabil. Frumvarpið er samið að tilmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og undir þrýstingi og jafvel kúgun frá ESB og er því aðför að fullveldi Íslands.

Núverandi ríksstjórn ber að stórum hluta ábyrgð á hvernig komið er og er rúin trausti. Þar sem hún var kjörin við allt aðrar aðstæður og til allt annara verka er hún í sjálfu sér umboðslaus til að takast á við verkefnið. Þar sem núverandi Alþingi hefur að því er virðist nánast lagt sjálft sig niður, þá er það óskoruð krafa okkar að þér synjið frumvarpinu samþykkis og að það muni í framhaldinu finna viðeigandi sess á öskuhaug sögunnar.

Ef einhvern tíma í sögu lýðveldisins hefur tilefni verið til slíkrar aðgerðar er það nú. Við landsmenn eigum skýlausan lýðræðislegan og siðferðislegan rétt til þess að fá að segja hug okkar um þetta frumvarp og þar með framtíð þjóðarinnar, í þjóðaratkvæðagreiðslu.


Landsmenn gegn ríkisstjórninni

mbl.is Jón Gerald mótmælir í Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær hættir þetta helvíti?

Skíturinn sem viðgengst hefur í landinu síðustu árin virðist aldrei ætla að hætta að koma upp.

Er þetta botnlaust helvíti?

Hvað er eiginlega búið að vera í gangi hérna? 

Fyrst kaupsýslumennirnir (sem sumir vilja kalla útrásarvíking af einhverjum ástæðum... myndi frekar kalla þá innrásarvíkinga)... sem reyndar allir með vott af heilbrigðri skynsemi vissu að væru ótýndir glæpamenn, í það minnsta siðlausir þó eflaust margt af því sem þeir gerðu hafi ekki endilega verið neitt ólöglegt... 

Svo stjórnmálamennirnir sem allir neita sök fram í rauðan dauðan og reyna að moka yfir eigin skít. Virðist þó ætla að ganga mjög hægt... Þó þeir séu nú samt nokkurn vegin búnir að snúa umræðunni upp í eitthvað sem kemur málinu bara ekkert við... Það er að segja mjög svo einhliða ESB-aðildarviðræðum.

Já... við skulum reyna að sleppa því að ræða aðalatriðin, því þeir vita sem er að við erum mjög fljót að gleyma, svo lengi sem við fáum eitthvað nýtt og krassandi á nýjum degi. 

Og svo fór síðasta hálmstráið í upphafi þessarar viku. Maður getur ekki einu sinni treyst blaðamönnum lengur.

Hvað er þá eftir? 

Veit það ekki, ég hélt að ég væri að ná áttum, loksins, en einhvernvegin nær þessi sápuópera alltaf nýjum hæðum, eða á maður að segja lægðum? 

Vill einhver bara gjöra og svo vel og láta þetta hætta... ég veit ekki alveg hversu miklu ég get tekið í viðbót... 

---

Já og svo megið þið kjósa Jón Bjarka sem hetju ársins á dv.is 

Just do it! 

 


Spurning...

Já ég er öll í spurningunum þessa dagana. En...

Hversu lítð traust þarf að vera á milli blaðamanns og ritstjóra (yfirmanns blaðamannsins) til þess að blaðamaðurinn mæti með upptökutæki og taki upp samtöl sín við ritstjórann sinn (yfirmanninn....)?


Spurning...

Afhverju er endalaust verið að troða ESB umræðu inní kreppu á Íslandi?

Hvað kemur ESB, kreppu á Íslandi við? er líklega spurningin sem ég erað reyna að æla útúr mér...

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa því hvað þetta fer frámunalega mikið í taugarnar á mér. 


Já ok...

Vá, það er svo langt síðan ég hef skrifað hérna að ég mundi ekki einu sinni passwordið mitt hingað inn.

Hef heldur ekkert merkilegt haft að segja, enda allir dagar einhvernvegin orðnir eins. Helvítis rútína Angry

En núna get ég samt skrifað um smá reynslu... köllum það lífsreynslu á minn mælikvarða.

Ég var semsagt að bardúsast, keyra krakka á sundæfingar og fótboltaæfingar og eitthvað svona meira spennandi og var ekki á mínu þjóðvegaundri heldur var ég þess í stað á bíldruslu kallsins (afhverju ég var á bíldruslu karlsins er síðan önnur og all leiðinlegri saga). Anywho! Bíldruslan tók upp á þeim andskota að beila á mig! Sem betur fer fyrir einhverja guðslukku var ég ekki að keyra á Reykjanesbrautinni, sem ég undir öllum venjulegum kringumstæðum myndi gera, heldur vegna einhverra annarlega hvata ákvað ég að fara einhverja húsagötuleið heim til mín.

Nú, þarna var ég að bruna eins og vindurinn upp einhverja litla brekku þegar bíllinn ákvað bara að hann nennti þessu ekki lengur (enda ábyggilega aldrei verið keyrður mikið uppfyrir 50 km/klst), stoppaði og neitaði síðan algjörlega að fara í gang.

Tek það fram að mér er svosem alveg sama þó þessi bíll fari aldrei aftur í gang, enda drusla, og því var ég nú frekar róleg yfir þessu miðað við aðstæður og önnur slík svona tilvik sem ég hef átt í gegnum tíðina...

En bíllinn gat ekki stoppað á verri stað samt, Ég staulaðist út og leit í kringum mig og sá að ég var greinilega stopp á miðri strætó leið svo ég yrði nú að ýta bílnum upp á gangstétt, sem var tiltörlega auðvelt verk nema hvað að það þýddi að bíllinn myndi enda beint fyrir framan innkeyrslu á einhverju plebbísku húsi í þessari plebbísku götu og var ekki séns að ég gæti ýtt honum mikið lengra ein,enda hefði hann þá bara húrrað niður brekkuna sem var framundan.

En af því að ég er nú kurteis með eindæmum, stundum alveg óþolandi kurteis, þá fannst mér ég verða að banka upp á í þessu plebbíska húsi og láta vita, og þá kannski fá hjálp við að færa bílinn ef hann væri átakanlega mikið fyrir.

leikþáttur;

*díngdong*

plebbískkerling kemur til dyra: Já hvað!?

Ég: Já góðan daginn, heyrðu bíllinn minn bilaði hérna beint fyrir aftan bílinn hjá þér í innkeyrslunni......

plebbísk kerling grípur frammí fyrir mér (og nú stendur 20-22 ára gamall sonur hennar fyrir aftan hana og glottir): Já nei sko það er ekki mitt vandamál!!!.. ég get ekkert hjálpað þér! ég er að fara eftir 10 mínútur og þú verður bara að færa bílinn núna!...

Ég: já...ehhm.. (var svo hissa á hortugheitunum og frekjunni í röddinni á konunni að ég vissi bara ekki hvað ég átti að segja)

Plebbísk kerling: Já bara burt með bílinn!!

Ég: já ok...takk fyrir hjálpina... (sarcastic rödd dauðans og bara fyrir þessa línu á ég heimtingu á edduverðlaunum...)

og hurðinni svo skellt á nefið á mér....

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að setja það í orð hvað ég varð pirruð yfir þessari frekju, rétt eins og það væri mér að kenna að bíldruslan bilaði. Ef ég hefði verið í dimmuskapi fyrir, en ekki þessu syngjandi góða skapi þá hefði ég líklega bara skilið bílinn eftir þarna sem hann stóð og labbað í burtu, en ég var líklega of pirruð til að fatta það svo ég réðist á bílinn og grýtti honum í einu hendings kasti frá innkeyrslunni, blótaði kerlingarfíflinu í sand og ösku og leit í átt að húsinu og sá að ég var bein fyrir framan stofugluggann hjá þeim svo ég setti hasarljósin á, fór útúr bílnum, læsti honum og gekk í burtu...

Er það bara ég kannski, og þar af leiðandi ég sem er frek, eða hefði strákasninn sem stóð fyrir aftan hana og glotti ekki getað hjálpað mér? Ég hefði aldrei getað ýtt bílnum sjálf ef ég hefði ekki verið svona sót brjáluð út í leiðindin í konunni, enda er ég að finna fyrir því í öllum skrokknum núna að þetta var ekki það sniðugasta sem ég gat gert...

Og ég er ennþá pirruð... Angry


Hvað heldur þetta fólk eiginlega að við séum?..

...að við séum algjörir asnar?

Þau vissu ekki einu sinni hvað þetta myndi spara þjóðinni mikla peninga hvað þá meira!

Meiru aularnir... 

En ég ætla að tileinka honum Geir Hilmari Haarde þetta lag... mér finnst það eiga bara ágætlega við

 
He's as blind as he can be, just sees what he wants to see, Nowhere man can you see me at all?
mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stolt.

Ég fór að hugsa... í alvörunni þá fór ég að hugsa. Það er einn vinkill á þessari kreppuumræðu allri sem ég er ekki að ná, eða öllu heldur sem pirrar mig meira en eiginlega allt þetta spillinga og óhæfrastrjónmálamanna mál öll (ekki að ég sé ekki sótbrjáluð yfir þeim en... já..) og það er...

Afhverju er fólk farið að þykjast vera frá Finnlandi eða eitthvað norrænt annað en það sem það er, Íslendingur?

fór að pæla í þessu í öllu aðgerðarleysinu í vinnunni í dag. Það er nefnilega fátt talað um annað en allt sem viðkemur þessari bévítans kreppu. En ég hef ekki enn náð þessari umræðu allri, vinnufélagi minn fór nefnilega til usa um daginn og var að mæta í vinnuna í morgun eftir dvölina með allskonar svæsnar sögur af upplifuninni af ástandinu verandi annarsstaðar. 

Og þá kom þetta upp á yfirborðið, að hann hafði ekki haft það í sér að segjast vera frá Íslandi því hann skammaðist sín svo mikið fyrir það og hann var víst eitthvað hræddur við einhverja Englendinga sem voru með honum í þessari ferð. 

Ég veit það ekki, reyndar veit ég ansi fátt en hvernig á það að hjálpa þjóðinni að ná aftur virðingu sinni og sínum stað í tilverunni ef við ætlum nú að fara afneita þjóðerni okkar? Það eina sem við eigum og enginn getur tekið af okkur?

Ég myndi ætla að það fyrsta sem við sem þjóð þyrftum að gera væri að vera in public og sýna heiminum að við erum ekkert búin að gefast upp. "Hnípin þjóð" er orðasamsetning sem hugnast mér ekki.

Og svo er líka það sem skiptir kannski mest máli. Afhverju á ég (eða þú sem lest þetta) að skammast mín fyrir eitthvað sem ég kom aldrei nálægt? Ekki get ég séð að þeir sökudólgar sem eiga hlut að máli (og eru þeir ansi margir) séu mikið að skammast sín, á ég, eða við, að gera það fyrir þá líka? 

Veit ekki með ykkur, en mér finnst alveg nóg að þurfa að neyðast til þess að taka á mig skuldir þessara manna og niðurlæginguna sem þeir ollu þjóðinni á alþjóðavettvangi að ég fari nú ekki líka að taka á mig skömmina.

Þeir meiga eiga hana alveg þinglýsta og skjalfesta...

Ég ætla að vera stolt, með upprétt bak og hreina samvisku og aldrei fela þjóðerni mitt fyrir neinum, og finnst að allir aðrir, almennir borgarar, eigi að vera það líka. Það er fyrsta skrefið í átt að því að öðlast aftur virðingu og tilverurétt í heiminum. 

Ég er Íslendingur sama hvað... in rich and in poor 'till death do us apart... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband