Blogg um ekkert...

Það er alveg merkilegt hvað ég einhvernvegin hef ekkert merkilegt að segja að mér finnst... eins og ég var nú alveg magnaður bloggari hérna einu sinni...

Samt, furðulega við þetta þegar maður fer að pæla í því, er að mér finnst ég ekki hafa neitt merkilegt að segja af því að ég er ekki alveg að drepast ofan í sjálfa mig, eða geðveikin að fara með mig. Ég er nefnilega ekkert öðruvísi en flestir, maður nennir ekkert að lesa væmið jákvætt stöff endalaust... 

En talandi um þetta, ég ætlaði alltaf að segja ykkur smá merkilegt. Eða mér finnst það allavega merkilegt. Ég hef verið í smá tilraunum með sjálfa mig og sjúkdóminn minn, með aðstoð frá hómópata.

En Þegar ég var út í New York í sumar þá kynntist ég þar manni sem er að díla við það sama og ég, og sagði hann mér merkilega sögu af sjálfum sér. Hann var í sama pakka og ég, þetta með að þola illa lyfin sem gefin eru við þessum vágesti og þolir í rauninni ekkert að taka nein lyf af viti. Ég hef það þó fram yfir hann að það er eitt lyf sem ég get tekið og hef tekið alveg frá upphafi, en það fer samt ekkert sérstaklega vel í mig en ég læt mig þó hafa það. 

Hann fór þá að segja mér frá því hvernig hann ákvað að tækla þetta, en konan hans sem er mikill svona lífrænt-heilbrigt-líferni-sinnuð fór að gera á honum allskonar tilraunir, enda hverju hefur maður svosem að tapa?... 

Komust þau að því að fyrir hann (en ég segi fyrir hann, og hann talaði alltaf um bara sjálfan sig, enda leggst þessi sjúkdómur mjög misjafnlega á fólk) leið honum best þegar hann borðaði bara algjörlega lífræna fæðu, sleppti öllu hvítu hveiti, mjólkurvörum og sætindum. Með þessu hafi hann náð að hafa meiri stjórn á sjúkdómum og haldið honum að mestum parti niðri. Sagði hann að köstin sem hann var að fá allt upp í 5 - 7 sinnum á ári hafi farið niður í 2 köst, og stundum hafi það bara verið einu sinni, en auðvitað er það miklu fleiri þættir sem spila þarna inn í en bara mataræðið, en mataræðið væri samt sem áður þáttur, og líklega fyrir marga mjög stór þáttur. 

Nú, með þetta fór ég heim og leitaði ég mér reyndar mikilla upplýsinga á netinu um þessa hluti og sá að það var í alvörunni einhver grundvöllur fyrir þessu (en ég er frekar mikið fyrir það gerð að vilja hafa mikið af staðreyndum í kringum mig áður en ég ákveð eitthvað... mjög... heilbrigt eða þannig..).

Þannig að, hvað gerði ég? Jú, ég hætti að reykja, hætti að drekka kaffi, hætti að borða nammi. Þetta gerði ég samt sem áður allt saman í skömmtum, hætti þessu ekki öllu í einu enda er ég of mikill fíkill til þess. En allavega. Þetta var mér gífurlega erfitt tímabil enda var kaffi og sígó mín heilagasta stund á morgnana til þess að hjálpa mér að vakna. Og nammið...guð minn góður.... Ég neita því ekki að ég fæ mér alveg nammi stundum, en ég er ekki lengur étandi það dagsdaglega, meira svona einu sinni á margra vikna fresti.... I know... I know... ég viðurkenni það.. ég er nammifíkill.

Að auki hef ég svosem alltaf vitað það að kaffi - sígarettur og stanslaust nammiát er ekki eitthvað sem er sjúkdómi mínum til framdráttar né neitt sem hjálpar. Enda hefur verið á planinu lengi að hætta þessu öllu, alltaf bara vantað mótiveringuna til þess. 

Svo! Þarna var þetta komið og þetta gerðist í ágúst 2008, og hef ég síðan þá bara borðað svona organic food og sleppt öllu hvítu hveiti og öllum mjólkurvörum og hefur þetta haft það í för með sér, að í dag, 4 mánuðum seinna, verð ég að segja að líkami minn hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga (nei ég er ekki sjötug.. ég er 24 ára..) og ég hreinlega finn hvergi til, ég tek reyndar enn lyfin sem ég þarf að taka svo ég veit ekki alveg hvað er að hafa áhrif á hvað, en það er öruggt samt sem áður að bara breytt mataræði, þar sem ég borða mikið af lífrænt ræktuðum mat og grænmeti ásamt því að taka allskonar heilsuhúsarlyf og gingsen! Þá hreinlega hefur mér aldrei liðið betur í skrokknum.

Þetta hefur meira að segja hjálpað mér til þess að ná betri og lengri svefni, sem var reyndar enginn, en hefur þó held ég ekkert að gera með sjúkdóminn, meira bara geðveikina í mér.. sem er allt annar sjúkdómur. Tounge

En með þessu hef ég síðan farið í það að hreyfa mig ansi reglulega, eða 6 daga vikunnar, og hélt ég reyndar að það myndi nú algjörlega ganga frá mér. Þar sem að sjúkdómurinn á að hafa dregið í einhverju þreki og styrk... En allavega semsagt... 

Mér líður vel, og því hef ég ekkert að segja.... samt skrifaði ég alveg heila bók núna. En allavega...

Gleðileg jól bara... já ég held það barasta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

ERTU HÆTT AÐ REYKJA???
Þá er ég sko ánægð með þig stelpa!!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.12.2008 kl. 16:19

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já, og á meðan ég man, fékkstu pakkann?? hahahaha...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.12.2008 kl. 17:07

3 Smámynd: Isis

Já Róslín mín... takk æðislega fyrir pakkan, fékk hann í dag gladdi mitt litla hjarta alveg ógurlega

Isis, 22.12.2008 kl. 17:08

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þessvegna vildi ég fá heimilisfangið sjáðu til, ég bara varð! En það var alveg nú alveg æðislegt, opnaðiru hann nokkuð???

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.12.2008 kl. 17:11

5 Smámynd: Ómar Ingi

Án efa eitthvað flöskuskeyti sem Rósla littlq hefur veitt uppúr höfninni í Höfn

Kveðjur á ykkur rauðkurnar mínar

Ómar Ingi, 23.12.2008 kl. 00:47

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Á HÖFN, ÞAÐ ER Á HÖFN!
Annars nei, ég gerði þetta aaalveg sjálf... nema blaðið og málninguna... hún opnaði gjöfina frá mér og ekki kominn aðfangadagur!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.12.2008 kl. 00:58

7 identicon

Frábært.....

Gleðileg jól!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 09:50

8 Smámynd: Isis

Well Jón, þeir sem vita ekki betur og hafa ekki reynsluna segja allir að hómópatar séu vitleysa... en þeir vita heldur ekki betur, og maður ætti að fara varlega í það að dæma það sem maður hvorki þekkir né hefur hundsvit á.

hvítt hveiti er hinsvegar ekki eitthvað sem er lífsnauðsynlegt öllum því það vill til að margir eru einmitt með ofnæmi fyrir því, s.s glúteini. Það ætti ég að vita sjálf þar sem það er mikið í minni fjölskyldu án þess þó að ég þjáist af slíku.

Það að mér líði betur og sú staðreynd ég get að öllum líkindum minnkað mín lyf... sem er tilgangurinn með þessu öllu saman, þar sem ég er ekki lyfja manneskja yfir höfuð, hlítur að vega hærra og meira heldur en einhverjir sleggjudómar og leiðindi.

Persónulega frábið ég mér slíkt.

Gleðileg jól sömuleiðis

Isis, 25.12.2008 kl. 05:34

9 Smámynd: Isis

Kaldar vísindalegar staðreyndir geta ekkert sagt um þetta sem mark er á takandi, hvað þá læknar sem eru á "launaskrá" hjá lyfjaframleiðindum heimsins. Einhvernvegin er það þannig að maðurinn hefur alltaf komist af einhvernvegin þrátt fyrir Prósak og Íbúfenleysi í gegnum aldirnar.

Ég tek ekki þátt í því að láta gera mig að einhverjum töfluétandi zombie þegar þess er hreinlega ekki þörf. Þrátt fyrir einhverja sjúkdómskvilla sem eru varanlegir.

Og það er ekki rétt sem þú segir, og í raun rökleysa í sjálfri sér að segja "reynsla hefur ekkert með þetta að gera" þegar það er akkúrat það sem segir til um það hvort maður viti eitthvað eða ekki. Maður getur ekki einvörðungu étið upp allt það sem maður les í blöðum, á internetinu eða einhver Dr.pilluæta segir... Vísindin eru ekkert heilög, né óskekul. Og þar að auki getur maður ekki dæmt um eitthvað sem maður hefur ekki prufað sjálfur og veit þar af leiðiandi ekkert um. 

Það að gera það sem ég gerði er auðvitað að breyta um lífstíl, það að þurfa að éta töflur alla daga ársins til þess að geta hreyft sig er líka lífstílsbreyting.

En það sem ég gerði hinsvegar var akkúrat að ég fór til baka og fór aftur að borða alvöru mat, og taka alvöru vítamín og hætti að eitra fyrir sjálfri mér að því leiti, sem og hætti að reykja, sem í sjálfu sér, eitt og sér er hrein og bein lífstílsbreyting algjörlega óháð öllu öðru. 

Sú staðreynd að mér líði betur, að ég eigi auðveldara með hreyfingar, minna af verkjum og engin köst síðustu 3. mánuði ber þess merki að það sem ég gerði bar árangur. 

Minn vísindalegi læknir getur ekki, eða öllu heldur, þorir ekki að segja mér af hverju þessar breytingar stafa en sér þó alveg sjálfur breytingarnar og hann veit vel af hverju þær stafa... 

Farðu svo að opna hugan aðeins og horfa lengra, og út fyrir þennan  vísindalega kassa, ég held þú yrðir nokkuð hissa.

Isis, 26.12.2008 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband