Já...neinei.

Mér er ekki viðbjargandi, ég náttúrulega gerði heiðarlega tilraun til þess að vera mætt á skikkanlegum tíma til læknis í dag. Það eru engar nýjar fréttir, en ég alveg 10 mínútum of sein.

Ég held hreinlega að mitt hlutverk í þessu lífi sé einfaldlega ekki fólgið í því að mæta á réttum tíma eitthvert. Finnst einhvernvegin eins og ég eigi bara að fá vottorð upp á það. Tounge

En annars gerðist eitt undrið í dag. Mjög merkilegt meira að segja. 

Ég fór í strætó!  Ég hef aldrei á þeim 24 árum sem ég hef dregið andann farið í strætó, en var víst búin að lofa krökkum kallsins að ég myndi ná í þau og fara heim í strætó... það er nu einu sinni að koma jól, ha... 

Ég get síðan í kjölfarið alveg upplýst það, að ég mun ekki fara aftur í strætó þar sem ég komst að því sem ég hef alltaf haldið fram; Strætóbílstjórar eru geðveikir. 

Gaurinn sem var að keyra var næstum búinn að keyra yfir tvo bíla! á tæplega 7km leið TVO!!! Þetta er náttúrulega ekki hægt! Þar fyrir utan hefði ég verið fljótari að labba heim en að ferðast um bara heiminn þveran og endilangan... en það er alveg efni í annan pistil.

En krakkavitleysingarnir voru eins og ný útsprungin blóm að vori svo hamingjusöm voru þau með þessa strætóferð sína... merkilegt hvað það þarf lítið til að gleðja suma. 

En, annars er ég orðin svo glæpsamlega þreytt núna (enda búin að vera vakandi síðan kl 3 í nótt) að ég get ekki einu sinni geispað þótt ég þurfi þess...

Hey já! og svo svona... algjört aukaatriði náttúrulega! Ég fékk vinnuna mína aftur... Grin

En annars... bah þetta er skelfingar hörmungar færsla...

fariði í rassgat bara! Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Að fara í Rassgat er góð skemmtun

Æ Úff þetta sándaði frekar illa

Ómar Ingi, 19.12.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

hahahahaha, meira að segja ég, sveitabarnið hef farið í strætó!!!!!

En til hamingju með vinnuna!!!!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:43

3 Smámynd: Beturvitringur

Gott þú fékkst vinnuna aftur, sjúkkett mar

Krökkum þykir rosalega gaman í strætó, en þá verður maður bæði að hafa nógan tíma (eiginlega að eiga ekki neitt erindi) og þá verður þolinmæðin ekkert vandamál.

Strætisvagnstjórar er svolítið misjafnlega "brjálaðir" Sumir virðast skal ég segja þér bara nokkuð "normal"

Beturvitringur, 20.12.2008 kl. 03:02

4 Smámynd: Beturvitringur

Gleymdi aðalatriðinu. Þetta sem kom, var eiginlega formáli, ha hah a hí

Ég hef ekki fengið staðfestingu á því að ég hafi fæðst eftir tímann, en allavega síðan hefur mér "aðeins seinkað" hvert sem ég fer og þangað sem ég á að mæta (aldrei samt misst af flugi eða öðrum farartækjum sem liggur mikið við) Hef þó gráðu í langhlaupi á eftir strætó eftir margra ára æfingu.

Tannlæknir var farinn að boða mig á einkennilegum tíma (t.d. 9:53)  Fattaði svo að hann var búinn að sjá mig út og var mjög stundvís sjálfur og vildi hafa allt klappað og klárt á mínútunni.

Mér er boðið í veislur og boð 15-30mín fyrr en öðrum (þeir sem þekkja mig)

Mitt óstundvísa hjarta gladdist við að vita af þjáningasystkini af þessum toga.

Beturvitringur, 20.12.2008 kl. 03:08

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ég get ekki farið í rassgat,ég hitti ekki

Magnús Paul Korntop, 22.12.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband