Kreppulaust blogg.

Þar kom að því! Ég ætla frekar að segja ykkur hvað það getur verið einfalt að vera kátur og glaður með það sem maður þó hefur þó það sé ekki mikið.

Eins og ég kom inná hérna einhverntíman í fyrra, þá leit allt út fyrir að ég mundi missa vinnuna 1. janúar þessa árs. Hins vegar fór það nú svo að ég, og reyndar allir í minni deild voru endurráðnir og reyndar flest allir sem sagt hafði verið upp hjá fyrirtækinu... Það er þó ekki sagan sem ég ætlaði að segja. 

En, ég hef mjög gaman af vinnunni minni, sem snýst um að taka við skítnum frá kúnnum fyrirtækisins um allt sem þar fer miður, og leiðbeina því á beina braut aftur og setja bros á smettin á þeim. Þetta er oft mjög erfitt, þegar fólk er mjög reitt kannski. En allavega!

Í dag, hringdi inn frekar pirraður maður. Hann hafði þurft að bíða á línunni í einhvern tíma og þegar ég tók við honum byrjaði hann samtalið á að segja "Er ekki einu sinni hægt að hafa góða tónlist meðan maður bíður?"... og ég spurði manninn strax (ég fann það bara á mér að þessi maður hafði húmor þrátt fyrir pirringinn) hvaða lagaval hann myndi vilja hafa meðan hann biði, og hann nefndi einhverjar hljómsveitir sem ég kannaðist ekkert við... þannig að ég spurði hann bara hvort gæti ekki bara sungið fyrir hann?... hann sagðist ætla að hugsa málið, og kom svo með erindið afhverju hann hafði verið að hringja, ég hjálpaði honum með það og var búin að steingleyma þessu boði mínu um frían söng í beinni þegar maðurinn segir "heyrðu... já... taktu lag með SSSól og það verða allir sáttir..."

Ég...kann ekkert lag með SSSól tek það fram, en mundi svo eftir einu lagi svo ég söng það., í það minnsta þann hluta sem ég kann.. og hvaða lag var það?... jújú

...OK! ég játa það að tunglið er oooostur og þú ert tilbúin að fara í feeerðalag! ok! hvort viltu fara aftur bak eða áfram! veistu hvað er inn og hvað út? þetta er rugl þú fyrirgefur!... 

Og við þetta sprakk maðurinn úr hlátri, held hreinlega að hann hafi ekki búist við þessu, þakkaði mér fyrir framúrskarandi þjónustu, heimtaði nafnið á mér og sagðist ætla að koma því til skila til yfirmannsins míns hvurslags gullmoli maður er Wink

Ég get alveg viðurkennt að þetta kitlaði egóið mitt örlítið... en samstarfsfólk mitt horfði á mig, einhverrahlutavegna, líkt og ég hefði endanlega gengið af göflunum. Enda líklega ekki helmingurinn af fólkinu sem ég vinn með sem veit hvaða hljómsveit SSSól er...var.....  Whistling


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

þú ert gullmoli engin spurning :)

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 16:39

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Segðu mér hvar þú vinnur - og ég mun hringja og biðja um lag með Pink Floyd.

Björgvin R. Leifsson, 8.1.2009 kl. 18:26

3 Smámynd: Ómar Ingi

Dúlla getur þú verið

Ómar Ingi, 8.1.2009 kl. 18:30

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hahahahaha, hvert á ég að hringja til að þú syngir fyrir mig?? (Ég hef sungið fyrir þig.. mannstu...)

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.1.2009 kl. 18:31

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

gullmoli og gleðigjafi  verð að grafa upp hvar þú vinnur svo ég fái svona söng í beinni

Brjánn Guðjónsson, 8.1.2009 kl. 18:54

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 SSSÓL ? AAAAAAAAAAAAAAAA ... Ég hefði ælt á þig.

Púllari og KR-ingur ...

Það er eins og að blanda rjóma (Liverpool) saman við skít (KR)

Ef þú værir smekkmanneskja þá myndi þú halda með HAUKUM og nátturulega þykja ég vera DÁSAMLEGUR .. en það er nú annað mál 

Brynjar Jóhannsson, 14.1.2009 kl. 18:56

7 Smámynd: Isis

Mér þykir þú dásamlegur nún þegar Brylli minn... þarf ekkert að halda með haukum til þess... ég nefnilega get fyrirgefið fólk smá yfirsjónir í lífinu  þú heldur með liverpool.... það næjir mér...

en já, ég hefði líka ælt ef einhver hefði sungið þetta fyrir mig, en ég meina... I aim to please

Isis, 15.1.2009 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband