Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Árið

Þarf maður ekki að gera átamótablogg? Ég held nú það, hér er í það minnsta máttlaus tilraun.

Ég veit ekki hvar ég ætti svosem að byrja, mig langar ekkert endilega að rifja upp mitt ár per se. Það gerðist ansi mikið á þessu ári. Þetta er líklega ár sem verður lengi í minnum haft og eitt af þessum árum sem verða greftruð í í heilabörk komandi kynslóða í sögutímum framtíðarinnar. 

Hvað sjálfa mig varðar, sorry ég get ekkert sleppt þessu, einkenndist þetta ár af miklum sveiflum á öllum hliðum tilverunnar. Ég fór upp og niður, út og suður, norður og niður í bókstaflegri merkingu, og það allt á fyrsta hálfa ári þessa árs. Ég kynntist sjálfri mér á hátt sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég gæti gert. Ég komst að mörgu um mig sem persónu, mörgu góðu en mörgu slæmu líka. 

Ég kynntist fólki sem hafði áhrif á líf mitt, sumt af því til lífstíðar. Ég kynntist því líka enn og aftur að það er alls ekkert öllum treystandi, það er alltaf gott, þó það sér sársaukafullt meðan á því stendur, að komast að slíku. Það minnir mann á. Sem er bara gott. 

Ég kynntist líka fólki í styttri tíma, fólk, eða manneskju sem ég vildi óska að væri enn í lífi mínu en sjálfs míns, og okkar beggja vegna er samt ekki ráðlegt. Það var sorglegt, en jafnframt lærdómsríkt og stút fullt af fegurð þrátt fyrir geðveikina. 

Ég hef þroskast mikið á árinu, meira en önnur ár. Ég hef sætt mig við hluti sem ég fæ ekki breytt og er enn á þeirri leið minni, einn dag í einu. Mér finnst ég sjálf meiri manneskja fyrir vikið og ég vona að ég geti haldið áfram að vaxa og dafna í lífinu. Það er nefnilega ferlega gaman þrátt fyrir að oft á tíðum sé það helvíti erfitt. 

Pabbi minn veiktist á þessu ári og sér ekki fyrir endann á því, hann er hetjan mín og hann er sífellt að sýna mér hluti í lífinu sem ég vissi hreinlega ekki að væru til, né væri hægt að framkvæma. 

En nóg um mig...

Hvað hafði þetta ár ekki? Ég veit það ekki... Þetta er árið sem við eignuðumst silfurlið í handbolta á Ólympíuleikum, þetta er árið sem við eignuðumst fyrsta A-landslið í fótbolta á lokamóti á EM, við skiptum um borgarstjóra........hvað var það mörgum sinnum?, við fengum jarðskjálfta og það af stærri gerðinni. Og við gengum í gegnum annarskonar hamfarir sem enn virðist ekki sjá fyrir endann á og ætlar að fylgja okkur inni í nýja árið. 

Við, sem þjóðfélag komumst að ýmsu um okkur sjálf. Við komumst að því að við erum ekki alveg "stórasta" land í heimi, þrátt fyrir að okkur hafi kannski fundist það á tímabili. Við (og ég leyfi mér að segja "við", þeir taka það bara til sín sem eiga það) féllum á hégómanum, hrokanum, eigingirninni og því versta græðginni. Það var ekkert eitt, það var allt. 

Sjálf er ég hálf fegin, ég hef verið ein af þeim sem í minnihluta vorum fyrir ekki löngu síðan sem töluðu fyrir daufum eyrum, þegar reynt var að benda á óumflýjanlegar staðreyndir. En auðvitað er ég ákaflega sorgmædd líka fyrir allar þær hörmungar sem koma til með að dynja á mjög mörgum á komandi ári. En engu að síður er þetta líka tækifæri. Og líklega okkar stærsta tækifæri til þess að endurheimta okkur aftur. Það er að segja, því sem við í raun og veru stöndum fyrir og það sem gerir okkur að Íslendingum. 

Það er efnilega þannig að þjóðin okkar varð ekki til fyrir tilstuðlan peninga og ríkidæmis, hroka eða eigingirni, sjálfselsku eða græðgi. Og ég er fegin að þetta er allt saman á undanhaldi, ef ekki steindautt, í það minnsta í dauðateygjunum þessa stundina. 

Við erum nefnilega mögnuð, og þá er ég ekki að reyna að gera okkur eitthvað merkileg, en við erum það. Við búum í landi sem er mjög erfitt, hefur alltaf verið mjög erfitt hvað allt varðar. En þó sérstaklega í tengslum okkar við náttúruna. 

Ísland er land sem er byggt upp af einurð, samkennd, samtakamætti, ósérhlífni og ómældum dugnaði. Ef ekki hefði verið fyrir þessi gildi hefði engin lifað af hérna. Þetta eru gildi sem við eigum að nota meira, og taka upp aftur og lifa eftir. 

Ég trúi því allavega statt og stöðugt að það sem gerst hefur í þjóðfélaginu sé, eins og Páll Óskar sagði einhversstaðar, leiðrétting á hlutum sem aldrei voru til fyrir það fyrsta, en leiddi okkur þangað sem við erum í dag. Við erum einfaldlega að fara til baka aftur og gera þetta rétt.

Þar sem eru vandamál eru tækifæri... til að breyta rétt.

Þannig kýs ég að líta á það að næsta ár verði spennandi, það verður erfitt vitanlega, en það er ekki bara á Íslandi sem koma til með að verða miklar hugarfars/samfélags/þjóðfélagslegar breytingar þetta á við um allan heiminn. Við erum einfaldlega fyrst til þess að ganga í gegnum þær og höfum því öll tækifæri í heiminum til að koma með hugmyndir.

Punkturinn er samt sem áður sá að við verðum allt í lagi, við höfum hvort annað, við höfum samkenndina ennþá ég held að við höfum alveg sýnt fram á það síðustu vikur og mánuði, við höfum líka ennþá viljann og dugnaðinn og allir sem við þurfum til þess að byggja upp nýtt betra og það sem mest er um vert, manneskjulegra samfélag.

Svo lengi sem við ákveðum að gera það saman...

Gleðilegt ár elsku bloggvinir og aðrir sem slysast hingað inn, takk fyrir árið og takk fyrir að lesa mig. Og fyrirgefið væmnina...


Táknrænt.

Ég var á bensínstöð áðan, sem er ekki merkilegt, ég er alltaf á bensínstöð. En allavega.

Þar sem ég stóð í röð við kassa og spáði í fólkinu í kringum mig, sem er eitthvað sem ég geri mjög mikið, jaðar við pervertisma ég sver það, að þá varð ég vitni að því þegar að stelpa/kona (25-30 ára) missti allt klinkið sitt úr buddunni sinni þegar hún var að fara frá afgreiðsluborðinu. Það kom mér ekki á óvart að það stykki enginn til og hjálpaði henni að týna upp það sem lenti í gólfinu, það gerist bara í útlöndum. En það sem mér fannst athyglivert og táknrænt var að hún sleppti því að týna upp tíkallana og krónurnar sem duttu á gólfið. 

Hún sá krónurnar á gólfinu, horfði á þær og svona hálf dæsti og labbaði út. Ég taldi um 73kall þarna á gólfinu. 

Er það ekki táknrænt fyrir gagnsleysi og verðleysi krónurnar þegar fólk nennir ekki lengur að beygja sig eftir þeim?... Ég skil 1 - 2 krónur... en 70kall?...

Mér fannst það allavega...

EN allavega gleðilegt ár pungarnir ykkar! Vonandi mun 2009 ekki fara of illa með okkur...


Tvö lög!

Stutt.. laggott... þetta eru mín tvö lög sem deila með sér titlinum lög ársins þetta árið. Ég einfaldlega get ekki gert upp á milli. Þessar tvær hljómsveitir eiga jafnframt plötur ársins líka.. hiklaust!

 Fyrst er það Famlijen með Det snurrar I min skalle. 

 




Og svo MGMT með Time to pretend



 

Gjössovel! takk.. það var ekkert...

Bæði þessi lög minna mig á allt það skemmtilega og æðislega og fallega sem gerðist í sumar. Minnir mig líka á fáránlega gott Íslenskt sumar... Minnir mig líka á þá tíma þegar allt lék í lyndi og maður vissi ekki betur... Ég sakna sumarsins 2008.. *dæs*

En allavega... gleðileg jól og gleðilegt ár og allt það crap... ég er farin að mæta jólunum! I will win this time!

 


Blogg um ekkert...

Það er alveg merkilegt hvað ég einhvernvegin hef ekkert merkilegt að segja að mér finnst... eins og ég var nú alveg magnaður bloggari hérna einu sinni...

Samt, furðulega við þetta þegar maður fer að pæla í því, er að mér finnst ég ekki hafa neitt merkilegt að segja af því að ég er ekki alveg að drepast ofan í sjálfa mig, eða geðveikin að fara með mig. Ég er nefnilega ekkert öðruvísi en flestir, maður nennir ekkert að lesa væmið jákvætt stöff endalaust... 

En talandi um þetta, ég ætlaði alltaf að segja ykkur smá merkilegt. Eða mér finnst það allavega merkilegt. Ég hef verið í smá tilraunum með sjálfa mig og sjúkdóminn minn, með aðstoð frá hómópata.

En Þegar ég var út í New York í sumar þá kynntist ég þar manni sem er að díla við það sama og ég, og sagði hann mér merkilega sögu af sjálfum sér. Hann var í sama pakka og ég, þetta með að þola illa lyfin sem gefin eru við þessum vágesti og þolir í rauninni ekkert að taka nein lyf af viti. Ég hef það þó fram yfir hann að það er eitt lyf sem ég get tekið og hef tekið alveg frá upphafi, en það fer samt ekkert sérstaklega vel í mig en ég læt mig þó hafa það. 

Hann fór þá að segja mér frá því hvernig hann ákvað að tækla þetta, en konan hans sem er mikill svona lífrænt-heilbrigt-líferni-sinnuð fór að gera á honum allskonar tilraunir, enda hverju hefur maður svosem að tapa?... 

Komust þau að því að fyrir hann (en ég segi fyrir hann, og hann talaði alltaf um bara sjálfan sig, enda leggst þessi sjúkdómur mjög misjafnlega á fólk) leið honum best þegar hann borðaði bara algjörlega lífræna fæðu, sleppti öllu hvítu hveiti, mjólkurvörum og sætindum. Með þessu hafi hann náð að hafa meiri stjórn á sjúkdómum og haldið honum að mestum parti niðri. Sagði hann að köstin sem hann var að fá allt upp í 5 - 7 sinnum á ári hafi farið niður í 2 köst, og stundum hafi það bara verið einu sinni, en auðvitað er það miklu fleiri þættir sem spila þarna inn í en bara mataræðið, en mataræðið væri samt sem áður þáttur, og líklega fyrir marga mjög stór þáttur. 

Nú, með þetta fór ég heim og leitaði ég mér reyndar mikilla upplýsinga á netinu um þessa hluti og sá að það var í alvörunni einhver grundvöllur fyrir þessu (en ég er frekar mikið fyrir það gerð að vilja hafa mikið af staðreyndum í kringum mig áður en ég ákveð eitthvað... mjög... heilbrigt eða þannig..).

Þannig að, hvað gerði ég? Jú, ég hætti að reykja, hætti að drekka kaffi, hætti að borða nammi. Þetta gerði ég samt sem áður allt saman í skömmtum, hætti þessu ekki öllu í einu enda er ég of mikill fíkill til þess. En allavega. Þetta var mér gífurlega erfitt tímabil enda var kaffi og sígó mín heilagasta stund á morgnana til þess að hjálpa mér að vakna. Og nammið...guð minn góður.... Ég neita því ekki að ég fæ mér alveg nammi stundum, en ég er ekki lengur étandi það dagsdaglega, meira svona einu sinni á margra vikna fresti.... I know... I know... ég viðurkenni það.. ég er nammifíkill.

Að auki hef ég svosem alltaf vitað það að kaffi - sígarettur og stanslaust nammiát er ekki eitthvað sem er sjúkdómi mínum til framdráttar né neitt sem hjálpar. Enda hefur verið á planinu lengi að hætta þessu öllu, alltaf bara vantað mótiveringuna til þess. 

Svo! Þarna var þetta komið og þetta gerðist í ágúst 2008, og hef ég síðan þá bara borðað svona organic food og sleppt öllu hvítu hveiti og öllum mjólkurvörum og hefur þetta haft það í för með sér, að í dag, 4 mánuðum seinna, verð ég að segja að líkami minn hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga (nei ég er ekki sjötug.. ég er 24 ára..) og ég hreinlega finn hvergi til, ég tek reyndar enn lyfin sem ég þarf að taka svo ég veit ekki alveg hvað er að hafa áhrif á hvað, en það er öruggt samt sem áður að bara breytt mataræði, þar sem ég borða mikið af lífrænt ræktuðum mat og grænmeti ásamt því að taka allskonar heilsuhúsarlyf og gingsen! Þá hreinlega hefur mér aldrei liðið betur í skrokknum.

Þetta hefur meira að segja hjálpað mér til þess að ná betri og lengri svefni, sem var reyndar enginn, en hefur þó held ég ekkert að gera með sjúkdóminn, meira bara geðveikina í mér.. sem er allt annar sjúkdómur. Tounge

En með þessu hef ég síðan farið í það að hreyfa mig ansi reglulega, eða 6 daga vikunnar, og hélt ég reyndar að það myndi nú algjörlega ganga frá mér. Þar sem að sjúkdómurinn á að hafa dregið í einhverju þreki og styrk... En allavega semsagt... 

Mér líður vel, og því hef ég ekkert að segja.... samt skrifaði ég alveg heila bók núna. En allavega...

Gleðileg jól bara... já ég held það barasta. 


Já...neinei.

Mér er ekki viðbjargandi, ég náttúrulega gerði heiðarlega tilraun til þess að vera mætt á skikkanlegum tíma til læknis í dag. Það eru engar nýjar fréttir, en ég alveg 10 mínútum of sein.

Ég held hreinlega að mitt hlutverk í þessu lífi sé einfaldlega ekki fólgið í því að mæta á réttum tíma eitthvert. Finnst einhvernvegin eins og ég eigi bara að fá vottorð upp á það. Tounge

En annars gerðist eitt undrið í dag. Mjög merkilegt meira að segja. 

Ég fór í strætó!  Ég hef aldrei á þeim 24 árum sem ég hef dregið andann farið í strætó, en var víst búin að lofa krökkum kallsins að ég myndi ná í þau og fara heim í strætó... það er nu einu sinni að koma jól, ha... 

Ég get síðan í kjölfarið alveg upplýst það, að ég mun ekki fara aftur í strætó þar sem ég komst að því sem ég hef alltaf haldið fram; Strætóbílstjórar eru geðveikir. 

Gaurinn sem var að keyra var næstum búinn að keyra yfir tvo bíla! á tæplega 7km leið TVO!!! Þetta er náttúrulega ekki hægt! Þar fyrir utan hefði ég verið fljótari að labba heim en að ferðast um bara heiminn þveran og endilangan... en það er alveg efni í annan pistil.

En krakkavitleysingarnir voru eins og ný útsprungin blóm að vori svo hamingjusöm voru þau með þessa strætóferð sína... merkilegt hvað það þarf lítið til að gleðja suma. 

En, annars er ég orðin svo glæpsamlega þreytt núna (enda búin að vera vakandi síðan kl 3 í nótt) að ég get ekki einu sinni geispað þótt ég þurfi þess...

Hey já! og svo svona... algjört aukaatriði náttúrulega! Ég fékk vinnuna mína aftur... Grin

En annars... bah þetta er skelfingar hörmungar færsla...

fariði í rassgat bara! Tounge


Of sein...

Ég er þekkt fyrir það að geta aldrei nokkurn tíman verið á réttum tíma til eins eða neins. Það er alveg sama hversu áríðandi það er. Ég hreinlega bara get ekki verið á réttum tíma, alveg sama hvað ég reyni og guð veit hvað ég reyni!

Þannig er það að ég á tíma hjá lækni kl fjögur í dag og gerðist það að ég vaknaði kl þrjú með andfælum rauk ég fram úr rúminu, bölvandi og raknandi, skildi samt ekkert í því hvað ég hefði sofið lengi þar sem ég sef vanalegast ekkert fram yfir hádegi, fór ekki einu sinni neitt sérstaklega seint að sofa þrátt fyrir tónleikaferð og annað þvíumlíkt. 

En allavega ég bölvaði mér allan tíman í sturtunni, meðan í þurrkaði mér, greiddi á mér hárið og tróð mér í föt. 

Ég sleppti því að fá mér morgunmat því ég sá fram á að ná aldrei fyrir fjögur til læknisins. Rauk út í bíl, skildi samt ekki alveg í því hvað það var undarlega lítil umferð allsstaðar í kringum mig. 

Ég brunaði til læknisins, í einum hlandspreng, sá fram á að ég myndi ná í tæka tíð og það fimm mínútum betur! Það hefur aldrei gerst á ævinni og fæddist því lítið bros á smettið á mér við þetta litla afrek mitt. 

Það runnu þó á mig tvær grímur þegar ég lagði í stæði fyrir utan autt bílaplan domus medica, sem er aldrei autt, og fannst þetta eitthvað skrítið. En ég sem aldrei er með klukku og klukkan í bílnum hefur bara 12 klukkutíma en ekki 24, fór ég útúr bílnum, horfði í kringum mig, andaði að mér ferskara lofti en gengur og gerist kl fjögur að degi til... and than it hit me... 

Kl er semsagt bara 03.55...

Ég var mætt... tímanlega... þegar það skipti engu máli!! 

Fyrst varð ég alveg ólýsanlega pirruð út í sjálfa mig og leið eins og fávita, en var jafnframt mjög feginn að það varð enginn vitni að þessu. En svo sprakk ég úr hlátri... 

Ég hafði þá ekki sofið í nema rétt rúman klukkutíma en leið samt eins og ég hafði sofið í heila eilífð, ég hringdi í kærastan sem var að vinna sína vinnu og tilkynnti honum að nú væri ég opinberlega orðin geðveik. Ég sver það...  þetta myrkur allan sólarhringinn er alveg að fara með mann. 

En semsagt, hér sit ég uppklædd og tiltörlega nýkomin úr sturtu, glaðvakandi og veit hreinlega ekkert hvað ég á af mér að gera... 

Skildi ég ná að mæta á réttum tíma til læknis á eftir?

Now... there's a question for ya.

Stay tunned!


Áskorun.

Hér er áskorun til forseta Íslands um að samþykkja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnainnar.

Ef þú ert sammála þá vinsamlegst klipptu afrit af áskoruninni og límdu í tölvupóst til

forseti@forseti.is,

oth@forseti.is

Vinsamlega senda "Cc" á netfangið

askorun@this.is - svo við getum fengið einhverja hugmynd um hversu margir taka þátt.

ÁSKORUN

TIL

FORSETA ÍSLANDS


Við landsmenn förum þess einarðlega á leit við yður, hæstvirtan forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson, að þér í krafti embættisins hafnið samþykki á fjárlögum þeim sem núverandi ríkisstjórn hefur lagt fram.

Fjárlagafrumvarpið mun velta gríðarlegum skuldaklafa yfir á almenning í landinu til margra ára, skuldum sem til var stofnað af óheilindum af hálfu athafnamanna sem störfuðu í skjóli stjórnmálaflokka, stjórnsýslu og stofnanaumhverfis sem hafa algerlega brugðist hlutverki sínu.

Frumvarpið er mesta aðför sem nokkru sinni hefur verið gerð að sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum, öldrunarheimilium, framhaldsskólum, háskólum og flestum öðrum þeim stofnunum sem almennt gera Ísland að vestrænni menningarþjóð. Það eykur misskiptingu í samfélaginu, leggur auknar álögur á þá sem minnst mega sín og neyðir fleiri en ella til að draga fram lífið á bótum sem ekki duga til framfærslu.

Frumvarpið festir í sessi þá ætlun ríkstjórnarinnar að láta almenning í landinu borga brúsann fyrir fjármálaóreiðu, ábyrgðarleysi og óheilindi fjárglæframanna og vina þeirra í núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn í stað þess að sækja þá til saka sem raunverulega ábyrgð bera.

Frumvarpið mun einnig staðfesta hagstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins yfir Íslandi næstu árin og binda börn okkar og jafnvel barnabörn á skuldaklafa um langt árabil. Frumvarpið er samið að tilmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og undir þrýstingi og jafvel kúgun frá ESB og er því aðför að fullveldi Íslands.

Núverandi ríksstjórn ber að stórum hluta ábyrgð á hvernig komið er og er rúin trausti. Þar sem hún var kjörin við allt aðrar aðstæður og til allt annara verka er hún í sjálfu sér umboðslaus til að takast á við verkefnið. Þar sem núverandi Alþingi hefur að því er virðist nánast lagt sjálft sig niður, þá er það óskoruð krafa okkar að þér synjið frumvarpinu samþykkis og að það muni í framhaldinu finna viðeigandi sess á öskuhaug sögunnar.

Ef einhvern tíma í sögu lýðveldisins hefur tilefni verið til slíkrar aðgerðar er það nú. Við landsmenn eigum skýlausan lýðræðislegan og siðferðislegan rétt til þess að fá að segja hug okkar um þetta frumvarp og þar með framtíð þjóðarinnar, í þjóðaratkvæðagreiðslu.


Landsmenn gegn ríkisstjórninni

mbl.is Jón Gerald mótmælir í Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær hættir þetta helvíti?

Skíturinn sem viðgengst hefur í landinu síðustu árin virðist aldrei ætla að hætta að koma upp.

Er þetta botnlaust helvíti?

Hvað er eiginlega búið að vera í gangi hérna? 

Fyrst kaupsýslumennirnir (sem sumir vilja kalla útrásarvíking af einhverjum ástæðum... myndi frekar kalla þá innrásarvíkinga)... sem reyndar allir með vott af heilbrigðri skynsemi vissu að væru ótýndir glæpamenn, í það minnsta siðlausir þó eflaust margt af því sem þeir gerðu hafi ekki endilega verið neitt ólöglegt... 

Svo stjórnmálamennirnir sem allir neita sök fram í rauðan dauðan og reyna að moka yfir eigin skít. Virðist þó ætla að ganga mjög hægt... Þó þeir séu nú samt nokkurn vegin búnir að snúa umræðunni upp í eitthvað sem kemur málinu bara ekkert við... Það er að segja mjög svo einhliða ESB-aðildarviðræðum.

Já... við skulum reyna að sleppa því að ræða aðalatriðin, því þeir vita sem er að við erum mjög fljót að gleyma, svo lengi sem við fáum eitthvað nýtt og krassandi á nýjum degi. 

Og svo fór síðasta hálmstráið í upphafi þessarar viku. Maður getur ekki einu sinni treyst blaðamönnum lengur.

Hvað er þá eftir? 

Veit það ekki, ég hélt að ég væri að ná áttum, loksins, en einhvernvegin nær þessi sápuópera alltaf nýjum hæðum, eða á maður að segja lægðum? 

Vill einhver bara gjöra og svo vel og láta þetta hætta... ég veit ekki alveg hversu miklu ég get tekið í viðbót... 

---

Já og svo megið þið kjósa Jón Bjarka sem hetju ársins á dv.is 

Just do it! 

 


Spurning...

Já ég er öll í spurningunum þessa dagana. En...

Hversu lítð traust þarf að vera á milli blaðamanns og ritstjóra (yfirmanns blaðamannsins) til þess að blaðamaðurinn mæti með upptökutæki og taki upp samtöl sín við ritstjórann sinn (yfirmanninn....)?


Spurning...

Afhverju er endalaust verið að troða ESB umræðu inní kreppu á Íslandi?

Hvað kemur ESB, kreppu á Íslandi við? er líklega spurningin sem ég erað reyna að æla útúr mér...

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa því hvað þetta fer frámunalega mikið í taugarnar á mér. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband