Þetta er ekki svartsýnisfærsla.

Eða.. ég skal reyna að halda mig á mottunni...

Ég fór allt í einu að pæla í því dag. Það er ótrúlega skrítið að vera að vinna einhverja vinnu sem ég veit að ég verð ekki að vinna 1. janúar á næsta ári. Mér fannst það ótrúlega tilgangslaust eitthvað, og velti mikið fyrir mér afhverju ég væri yfir höfuð að mæta.

Fannst þetta skemmtileg pæling þar sem það er örlítill Ólafur Stefánsson í mér og ég á það til að fara á flug með eigin pælingum.

Ég komst nefnilega að því að það skiptir bara nákvæmlega engu máli hvernig ég haga mér, hvort ég mæti seint í vinnuna eða fari of snemma úr henni. Hvort ég panti tíma í klippingu kl 2 um daginn eða hvort ég er klukkutíma eða jafnvel tvo tíma í mat...

Ég er hvort sem er að hætta... og hvort sem vinnukrafts míns sé óskað eður ei skiptir ekki máli því ég verð allavega á launum til áramóta hvort sem er.

Þetta gaf mér ákaflega skemmtilegar hugmyndir... mæta í gallabuxum í vinnuna til dæmis, en það er dresscode í vinnunni og gallabuxur eru stranglega bannaðar. En hvað á yfirmaðurinn að segja?

Ef ég væri enn drykkfelldur aumingi þá gæti ég jafnvel tekið upp "danska daga" í hádeginu... kannski hugmynd fyrir aðra starfsmenn... could be...

En þó þessar tvær hugmyndir séu endilega ekkert fyndnar eða merkilegar, hvað þá frumlegar. Þá er þetta það eina sem ég vil nefna... því ekki fer ég að gefa það besta frá mér. Það væri heimskulegt...

En þá er það sá galli á mér að þó svo að ég haldi að ég sé alveg ógurlegur töffari og hörð í horn að taka og geri bara það sem mér sýnist þá er það stór misskilningur. Og þá er minn misskilningur í eigin garð mun svo stærri en fólk úti á götu hefur.

Ég nefnilega ætlaði að vera ógurlegur rebel og vera ógeðslega lengi í mat. Var alveg harðákveðin í því að vera alveg ógurlega lengi og alvega extra þurr og leiðinleg. En það sem gerðist var síðan alveg týpískt fyrir mig.

Ég fór í mat á mínum tíma og á minn klukkutíma í mat, ég fór meira að segja út að éta... í kreppunni (ég veit.. ég ætti að skammast mín... en geri þó ekki) En ég var varla sest niður að ég leit á klukkuna og sá að ég átti bara rúman hálftíma eftir, um leið, nánast á sömu sekúndu fuku allar fyrri áætlanir út í sandinn um að vera óþægur krakki og pantaði mér salat í matinn (sem er ekki matur!) því ég vissi að ég yrði fljót að borða það plús að ég þyrfti ekki að bíða lengi eftir að fá það á borðið til mín.

Ekki nóg með það, heldur var ég komin með svo mikinn "sjittégeraðverðaofsein"-hjartslátt og adrenalínflæði og varð úr að ég var mætt.. og takið eftir... 5 mínútum of snemma úr mat!

5 mínútur of snemma. Það er eitthvað sem hefur bara aldrei gerst á mínum starfsferli.

Þannig, svöng, móð, sveitt og þreytt eftir kapphlaupið við tíman henti ég mér í stólinn minn skellti headsetinu á hausinn og hélt áfram að vinna mína vinnu af þeirri samviskusemi sem ég er alin upp... drullu svekkt... Nei... ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra það fyrir ykkur hvað ég varð ógeðslega svekkt út í sjálfa mig.

Og það fyrir að mæta of snemma...

Bara ef vandamálin væru ekki stærri en þetta, þá væri lífið nú ljúft... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mættu í gallabuxum!!!!!! Eða gömlum fjólubláum jogging galla!!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.11.2008 kl. 01:47

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 14.11.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband