Of sein...

Ég er þekkt fyrir það að geta aldrei nokkurn tíman verið á réttum tíma til eins eða neins. Það er alveg sama hversu áríðandi það er. Ég hreinlega bara get ekki verið á réttum tíma, alveg sama hvað ég reyni og guð veit hvað ég reyni!

Þannig er það að ég á tíma hjá lækni kl fjögur í dag og gerðist það að ég vaknaði kl þrjú með andfælum rauk ég fram úr rúminu, bölvandi og raknandi, skildi samt ekkert í því hvað ég hefði sofið lengi þar sem ég sef vanalegast ekkert fram yfir hádegi, fór ekki einu sinni neitt sérstaklega seint að sofa þrátt fyrir tónleikaferð og annað þvíumlíkt. 

En allavega ég bölvaði mér allan tíman í sturtunni, meðan í þurrkaði mér, greiddi á mér hárið og tróð mér í föt. 

Ég sleppti því að fá mér morgunmat því ég sá fram á að ná aldrei fyrir fjögur til læknisins. Rauk út í bíl, skildi samt ekki alveg í því hvað það var undarlega lítil umferð allsstaðar í kringum mig. 

Ég brunaði til læknisins, í einum hlandspreng, sá fram á að ég myndi ná í tæka tíð og það fimm mínútum betur! Það hefur aldrei gerst á ævinni og fæddist því lítið bros á smettið á mér við þetta litla afrek mitt. 

Það runnu þó á mig tvær grímur þegar ég lagði í stæði fyrir utan autt bílaplan domus medica, sem er aldrei autt, og fannst þetta eitthvað skrítið. En ég sem aldrei er með klukku og klukkan í bílnum hefur bara 12 klukkutíma en ekki 24, fór ég útúr bílnum, horfði í kringum mig, andaði að mér ferskara lofti en gengur og gerist kl fjögur að degi til... and than it hit me... 

Kl er semsagt bara 03.55...

Ég var mætt... tímanlega... þegar það skipti engu máli!! 

Fyrst varð ég alveg ólýsanlega pirruð út í sjálfa mig og leið eins og fávita, en var jafnframt mjög feginn að það varð enginn vitni að þessu. En svo sprakk ég úr hlátri... 

Ég hafði þá ekki sofið í nema rétt rúman klukkutíma en leið samt eins og ég hafði sofið í heila eilífð, ég hringdi í kærastan sem var að vinna sína vinnu og tilkynnti honum að nú væri ég opinberlega orðin geðveik. Ég sver það...  þetta myrkur allan sólarhringinn er alveg að fara með mann. 

En semsagt, hér sit ég uppklædd og tiltörlega nýkomin úr sturtu, glaðvakandi og veit hreinlega ekkert hvað ég á af mér að gera... 

Skildi ég ná að mæta á réttum tíma til læknis á eftir?

Now... there's a question for ya.

Stay tunned!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

ÆÆÆÆÆI .... Greiið álfurinn .... 

hahahahahhahha

Brynjar Jóhannsson, 19.12.2008 kl. 06:52

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

aaaahahahahahaha, VITLEYSINGUR!!!!!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.12.2008 kl. 10:12

3 identicon

Það er satt þetta myrkur allan sólarhringinn getur alveg gert mann crazy :)

Bíð spennt að heyra hvort þér tekst að mæta á réttum tíma!

kær kveðja,

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 11:31

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hehehehe.

Hef lent í álíka. Mætt dögum of snemma jafnvel...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.12.2008 kl. 19:55

5 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHAHAHAHAHAHHA

TAKK

Ómar Ingi, 19.12.2008 kl. 21:25

6 Smámynd: Isis

Það er ljótt að hlæja að óförum annarra kvikindin ykkar!

En annars... það var ekkert Ommi minn... 

Isis, 19.12.2008 kl. 22:44

7 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 19.12.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband