Hvenær hættir þetta helvíti?

Skíturinn sem viðgengst hefur í landinu síðustu árin virðist aldrei ætla að hætta að koma upp.

Er þetta botnlaust helvíti?

Hvað er eiginlega búið að vera í gangi hérna? 

Fyrst kaupsýslumennirnir (sem sumir vilja kalla útrásarvíking af einhverjum ástæðum... myndi frekar kalla þá innrásarvíkinga)... sem reyndar allir með vott af heilbrigðri skynsemi vissu að væru ótýndir glæpamenn, í það minnsta siðlausir þó eflaust margt af því sem þeir gerðu hafi ekki endilega verið neitt ólöglegt... 

Svo stjórnmálamennirnir sem allir neita sök fram í rauðan dauðan og reyna að moka yfir eigin skít. Virðist þó ætla að ganga mjög hægt... Þó þeir séu nú samt nokkurn vegin búnir að snúa umræðunni upp í eitthvað sem kemur málinu bara ekkert við... Það er að segja mjög svo einhliða ESB-aðildarviðræðum.

Já... við skulum reyna að sleppa því að ræða aðalatriðin, því þeir vita sem er að við erum mjög fljót að gleyma, svo lengi sem við fáum eitthvað nýtt og krassandi á nýjum degi. 

Og svo fór síðasta hálmstráið í upphafi þessarar viku. Maður getur ekki einu sinni treyst blaðamönnum lengur.

Hvað er þá eftir? 

Veit það ekki, ég hélt að ég væri að ná áttum, loksins, en einhvernvegin nær þessi sápuópera alltaf nýjum hæðum, eða á maður að segja lægðum? 

Vill einhver bara gjöra og svo vel og láta þetta hætta... ég veit ekki alveg hversu miklu ég get tekið í viðbót... 

---

Já og svo megið þið kjósa Jón Bjarka sem hetju ársins á dv.is 

Just do it! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Hvað bara farinn að auglysa fyrir NIKE   ?

Ómar Ingi, 17.12.2008 kl. 22:35

2 Smámynd: Isis

já... svona laumulega samt...

Eitthvað verður maður að gera í kreppunni og atvinnuleysinu... þýðir ekkert bara að sitja og bora í nefið sko

Isis, 17.12.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband