Kreppulaust blogg.

Þar kom að því! Ég ætla frekar að segja ykkur hvað það getur verið einfalt að vera kátur og glaður með það sem maður þó hefur þó það sé ekki mikið.

Eins og ég kom inná hérna einhverntíman í fyrra, þá leit allt út fyrir að ég mundi missa vinnuna 1. janúar þessa árs. Hins vegar fór það nú svo að ég, og reyndar allir í minni deild voru endurráðnir og reyndar flest allir sem sagt hafði verið upp hjá fyrirtækinu... Það er þó ekki sagan sem ég ætlaði að segja. 

En, ég hef mjög gaman af vinnunni minni, sem snýst um að taka við skítnum frá kúnnum fyrirtækisins um allt sem þar fer miður, og leiðbeina því á beina braut aftur og setja bros á smettin á þeim. Þetta er oft mjög erfitt, þegar fólk er mjög reitt kannski. En allavega!

Í dag, hringdi inn frekar pirraður maður. Hann hafði þurft að bíða á línunni í einhvern tíma og þegar ég tók við honum byrjaði hann samtalið á að segja "Er ekki einu sinni hægt að hafa góða tónlist meðan maður bíður?"... og ég spurði manninn strax (ég fann það bara á mér að þessi maður hafði húmor þrátt fyrir pirringinn) hvaða lagaval hann myndi vilja hafa meðan hann biði, og hann nefndi einhverjar hljómsveitir sem ég kannaðist ekkert við... þannig að ég spurði hann bara hvort gæti ekki bara sungið fyrir hann?... hann sagðist ætla að hugsa málið, og kom svo með erindið afhverju hann hafði verið að hringja, ég hjálpaði honum með það og var búin að steingleyma þessu boði mínu um frían söng í beinni þegar maðurinn segir "heyrðu... já... taktu lag með SSSól og það verða allir sáttir..."

Ég...kann ekkert lag með SSSól tek það fram, en mundi svo eftir einu lagi svo ég söng það., í það minnsta þann hluta sem ég kann.. og hvaða lag var það?... jújú

...OK! ég játa það að tunglið er oooostur og þú ert tilbúin að fara í feeerðalag! ok! hvort viltu fara aftur bak eða áfram! veistu hvað er inn og hvað út? þetta er rugl þú fyrirgefur!... 

Og við þetta sprakk maðurinn úr hlátri, held hreinlega að hann hafi ekki búist við þessu, þakkaði mér fyrir framúrskarandi þjónustu, heimtaði nafnið á mér og sagðist ætla að koma því til skila til yfirmannsins míns hvurslags gullmoli maður er Wink

Ég get alveg viðurkennt að þetta kitlaði egóið mitt örlítið... en samstarfsfólk mitt horfði á mig, einhverrahlutavegna, líkt og ég hefði endanlega gengið af göflunum. Enda líklega ekki helmingurinn af fólkinu sem ég vinn með sem veit hvaða hljómsveit SSSól er...var.....  Whistling


Var að spá...

Núna er allt brjálað yfir þeim hugmyndum ríkistjórnarmanna um að íbúðarlánasjóður fái heimildir til að taka við hinum svokölluðu myntkörfulánum og endurreikna í íslenskarkrónur, á því gengi sem krónan var í þegar lánin voru tekin hverju sinni.

Fólkið semsagt, sem ekki tók myntkörfulán heldur var íhaldsamt og tók bara gamaldags 80% húsnæðismálalán í verðtryggðri ónýtri krónu, er eitthvað reitt.

Ég skil það samt ekki alveg.

Vissulega er þetta ákveðin skuldaútsktrikun hjá þeim sem eru með myntkörfulánin sín, og vissulega kemur það fólk (sem er um 40% þeirra sem eiga húsnæði) til með að "græða" á þessu, ef af verður. En er það ekki betra, að fólk haldi húsunum sínum, geti borgað af lánunum sínum og staðið í skilum heldur en að allt þetta fólk (stór partur af þeim allavega) fari í gjaldþrot?

Fjöldagjaldþrot kemur nefnilega líka niður á okkur öllum hvort sem er, og líklega, án þess að vita það þó, er það dýrara heldur en hitt. Þannig mætti ekki segja að in the long run "græðum" við öll eitthvað á því að þessi leið verði farin?

Ekki það að ég hef gjörsamlega ekkert vit á þessu... svo fólk er alveg frjálst að leiðrétta mig, án þess þó að vera með skítkast.

Eitt er alveg ljóst að eitthvað verður að gera, og enn ljósara að það kemur til með að bitna á einhverjum öðrum í staðinn.

Er ekki líka verið að skoða leiðir til þess að koma til móts við þá sem eru með verðtryggð lán? Það er eins og mér finnist ég hafa heyrt það einhversstaðar... þak á verðtrygginguna? Eitthvað þannig allavega...

Taka það fram kannski að ég tók ekki myntkörfulán, ég hafi þó vit á því, svo ég er ekkert að fara "græða" á neinu... En samt er lánið mitt í hæðstu hæðum útaf verðtryggingunni, og verðbólgan að samaskapi étur upp það sem ég á, eða öllu heldur átti, í íbúðinni minni. Ég get ekki ímyndað mér það hvernig þetta er að fara með þá sem tóku 90% hvað þá 100% óverðtryggð lán í einhverri erlendri mynt... mér þykir það alveg hryllilegt.  

Sji.. heilinn í mér fer alltaf að snúast í hringi þegar ég pæli í þessu, þetta er ekki fyrir meðalgreindan sauð eins og mig að vera að pæla í...

Sorry.... Shocking


Með æluna í hálsinum.

Hún var krúttleg umfjöllunin um lífshlaup Róberts Wessman í Íslandi í dag, í kvöld. Hallærislegar myndir úr myndaalbúmum og allt saman. Hann hlítur að vera heilagleikinn sjálfur miðað við lýsingarnar.

Er þetta það sem koma skal?

Ég er enn með æluna í hálsinum.

Trúi því ekki að það sé einhver sem kaupir þetta djöfuls kjaftæði...

Djöfulsins bananalýðveldi er þetta... Oj bara.


Tilgangslaus hugarveltingur vitleysings.

Þar sem ég er að vinna, vinnur mikið af fólki. Stórt fyrirtæki og allir á sínum básum. Mér líður stundum svolítið eins og ég sé eins og hvert annað húsdýr. Mitt hlutverk felst í því að svara í síman allan daginn og láta hrauna yfir mig skít og skömmum fyrir eitthvað sem síðan hefur ekkert með mig að gera. "Ég bara vinn þarna" eins og einhver sagði.

En, það var nú ekki vinnan mín sem ég ætlaði að tala um per se, ég veit ekki afhverju ég geri þetta alltaf, rausa um eitthvað sem kemur málinu ekkert við... en allavega... bare with me.

En það koma stundir í vinnunni þar sem ekkert að gera, af einhverjum ástæðum, og þá nýti ég tíman til að láta hugan reika. Það hefur komið fram hérna perverískur áhugi minn á að fylgjast með fólki og athöfnum þeirra í daglega lífinu. Þetta er eitthvað sem ég get stundað mikið í mínu stóra fyrirtæki.

Og ég fór að spá, stutt frá skirfstofubásnum mínum er neyðarútgangur, hurð sem er við hliðina á tromluhurð sem maður þarf að komast í gegnum með skilríki til að komast inn og út úr vinnusalnum. Þessi neyðarútgangur er alltaf læstur, vitanlega og er einungis húsvörður svæðisins með lykil af þessari, að því er virðist, hurð til himnaríkis.

En eitthvað hlítur þessi hurð að hafa annað og meira en tromluhurðin sem ég geri mér ekki grein fyrir hvað er, því það bregst ekki að í, eftir vísindalegar kannanir á þessu, 95% tilvika tekur fólk alltaf í húninn á neyðarútgangshurðinni til að vita hvort hún sé opin. Meira að segja í mörgum tilfellum gengur fólk fram hjá tromluhurðinni til þess eins að taka í húninn á harðlæstri hurð...Ég velti fyrir, afhverju? þessi hurð er alltaf læst, enda væri tilgangslaust að hafa tromluhurð með skilríkis-aðgangskröfu ef þessi hurð við hliðina á væri opin.

En þetta veit fólk, allir sem vinna í þessari byggingu vita þetta, en samt gerir það þetta. Þessi "it could be" hugsun, sem mér finnst reyndar mjög mögnuð og merkileg svona á fullorðins árum. Þetta er svona eitthvað eins og maður hugsaði þegar maður var lítill og var stútfullur af einhverri svona furðulegri von um að eitthvað gæti mögulega verið öðruvísi við eitthvað sem aldrei breyttist, svona að pabbi gæti nú tekið upp á því að leyfa mér að vera úti til 00:00 á morgun þótt hann leyfðí mér það ekki í dag eða bara aldrei...

Mér finnst þetta fyndið. Aðalega af því aðvonbrigði fólks eru alltaf þau sömu "oh" enda er það gífurlega tímafrekt og erfitt að þurfa alltaf að labba í gegnum tromluhurð, sem síðan stundum á það til að hætta bara og fara í frí með mann fastan á milli... sem er mjög gaman reyndar.

En hvað er þetta í fólki sem fær það alltaf til að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur þrátt fyrir fulla vitneskju um annað? Er þetta kannski svolítið bara lýsandi fyrir almenning í landinu í dag? Þrjóska?


Pleh.

Getur maður fengið hausverk við það að hugsa of mikið? 

Verð ég þá að hætta að hugsa til að losna við hann? 

Semsagt aldrei... sji það er alveg endalaus slepja yfir manni... 


Questions questions...

Getur einhver sagt mér afhverju í sótrauðum andskotanum Ísland hefur ekki fordæmt aðgerðir Ísraelsmanna í Palestínu, og í leiðinni slitið öllu sambandi við Ísrael?

Herlaust landið... sem heitir því í stjórnarskrá sinni að taka aldrei þátt í stríðum.

Meira að segja Danir og Norðmenn eru búnir að þessu... Á undan okkur, hvenær skildi það gerast að við förum að hafa frumkvæði í svona fordæmingu?

*dæs*

----- 5 mín seinna...

Aldrei má maður vera reiður í friði!...

En jæja... skildi þetta virka á allt annað? afhverju í (finn ekki nógu sterkt blótorð) er ríkisstjórnin ekki búin að segja af sér og boða til kosninga?

 


Ég er...

... ótýndur vopnaðu glæpamaður.

Ég hef verið kölluð ýmislegt um ævina en þetta hefði mér aldrei getað dottið í hug sjálfri LoL

En ég velti fyrir mér þessari spurningu:

Fyrir hverja eru "einka"fjölmiðlar farnir að vinna? Og bara allir fjölmiðlar for that matter?

... já, ótýndiglæpamaðurinn spyr sig...


Árið

Þarf maður ekki að gera átamótablogg? Ég held nú það, hér er í það minnsta máttlaus tilraun.

Ég veit ekki hvar ég ætti svosem að byrja, mig langar ekkert endilega að rifja upp mitt ár per se. Það gerðist ansi mikið á þessu ári. Þetta er líklega ár sem verður lengi í minnum haft og eitt af þessum árum sem verða greftruð í í heilabörk komandi kynslóða í sögutímum framtíðarinnar. 

Hvað sjálfa mig varðar, sorry ég get ekkert sleppt þessu, einkenndist þetta ár af miklum sveiflum á öllum hliðum tilverunnar. Ég fór upp og niður, út og suður, norður og niður í bókstaflegri merkingu, og það allt á fyrsta hálfa ári þessa árs. Ég kynntist sjálfri mér á hátt sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég gæti gert. Ég komst að mörgu um mig sem persónu, mörgu góðu en mörgu slæmu líka. 

Ég kynntist fólki sem hafði áhrif á líf mitt, sumt af því til lífstíðar. Ég kynntist því líka enn og aftur að það er alls ekkert öllum treystandi, það er alltaf gott, þó það sér sársaukafullt meðan á því stendur, að komast að slíku. Það minnir mann á. Sem er bara gott. 

Ég kynntist líka fólki í styttri tíma, fólk, eða manneskju sem ég vildi óska að væri enn í lífi mínu en sjálfs míns, og okkar beggja vegna er samt ekki ráðlegt. Það var sorglegt, en jafnframt lærdómsríkt og stút fullt af fegurð þrátt fyrir geðveikina. 

Ég hef þroskast mikið á árinu, meira en önnur ár. Ég hef sætt mig við hluti sem ég fæ ekki breytt og er enn á þeirri leið minni, einn dag í einu. Mér finnst ég sjálf meiri manneskja fyrir vikið og ég vona að ég geti haldið áfram að vaxa og dafna í lífinu. Það er nefnilega ferlega gaman þrátt fyrir að oft á tíðum sé það helvíti erfitt. 

Pabbi minn veiktist á þessu ári og sér ekki fyrir endann á því, hann er hetjan mín og hann er sífellt að sýna mér hluti í lífinu sem ég vissi hreinlega ekki að væru til, né væri hægt að framkvæma. 

En nóg um mig...

Hvað hafði þetta ár ekki? Ég veit það ekki... Þetta er árið sem við eignuðumst silfurlið í handbolta á Ólympíuleikum, þetta er árið sem við eignuðumst fyrsta A-landslið í fótbolta á lokamóti á EM, við skiptum um borgarstjóra........hvað var það mörgum sinnum?, við fengum jarðskjálfta og það af stærri gerðinni. Og við gengum í gegnum annarskonar hamfarir sem enn virðist ekki sjá fyrir endann á og ætlar að fylgja okkur inni í nýja árið. 

Við, sem þjóðfélag komumst að ýmsu um okkur sjálf. Við komumst að því að við erum ekki alveg "stórasta" land í heimi, þrátt fyrir að okkur hafi kannski fundist það á tímabili. Við (og ég leyfi mér að segja "við", þeir taka það bara til sín sem eiga það) féllum á hégómanum, hrokanum, eigingirninni og því versta græðginni. Það var ekkert eitt, það var allt. 

Sjálf er ég hálf fegin, ég hef verið ein af þeim sem í minnihluta vorum fyrir ekki löngu síðan sem töluðu fyrir daufum eyrum, þegar reynt var að benda á óumflýjanlegar staðreyndir. En auðvitað er ég ákaflega sorgmædd líka fyrir allar þær hörmungar sem koma til með að dynja á mjög mörgum á komandi ári. En engu að síður er þetta líka tækifæri. Og líklega okkar stærsta tækifæri til þess að endurheimta okkur aftur. Það er að segja, því sem við í raun og veru stöndum fyrir og það sem gerir okkur að Íslendingum. 

Það er efnilega þannig að þjóðin okkar varð ekki til fyrir tilstuðlan peninga og ríkidæmis, hroka eða eigingirni, sjálfselsku eða græðgi. Og ég er fegin að þetta er allt saman á undanhaldi, ef ekki steindautt, í það minnsta í dauðateygjunum þessa stundina. 

Við erum nefnilega mögnuð, og þá er ég ekki að reyna að gera okkur eitthvað merkileg, en við erum það. Við búum í landi sem er mjög erfitt, hefur alltaf verið mjög erfitt hvað allt varðar. En þó sérstaklega í tengslum okkar við náttúruna. 

Ísland er land sem er byggt upp af einurð, samkennd, samtakamætti, ósérhlífni og ómældum dugnaði. Ef ekki hefði verið fyrir þessi gildi hefði engin lifað af hérna. Þetta eru gildi sem við eigum að nota meira, og taka upp aftur og lifa eftir. 

Ég trúi því allavega statt og stöðugt að það sem gerst hefur í þjóðfélaginu sé, eins og Páll Óskar sagði einhversstaðar, leiðrétting á hlutum sem aldrei voru til fyrir það fyrsta, en leiddi okkur þangað sem við erum í dag. Við erum einfaldlega að fara til baka aftur og gera þetta rétt.

Þar sem eru vandamál eru tækifæri... til að breyta rétt.

Þannig kýs ég að líta á það að næsta ár verði spennandi, það verður erfitt vitanlega, en það er ekki bara á Íslandi sem koma til með að verða miklar hugarfars/samfélags/þjóðfélagslegar breytingar þetta á við um allan heiminn. Við erum einfaldlega fyrst til þess að ganga í gegnum þær og höfum því öll tækifæri í heiminum til að koma með hugmyndir.

Punkturinn er samt sem áður sá að við verðum allt í lagi, við höfum hvort annað, við höfum samkenndina ennþá ég held að við höfum alveg sýnt fram á það síðustu vikur og mánuði, við höfum líka ennþá viljann og dugnaðinn og allir sem við þurfum til þess að byggja upp nýtt betra og það sem mest er um vert, manneskjulegra samfélag.

Svo lengi sem við ákveðum að gera það saman...

Gleðilegt ár elsku bloggvinir og aðrir sem slysast hingað inn, takk fyrir árið og takk fyrir að lesa mig. Og fyrirgefið væmnina...


Táknrænt.

Ég var á bensínstöð áðan, sem er ekki merkilegt, ég er alltaf á bensínstöð. En allavega.

Þar sem ég stóð í röð við kassa og spáði í fólkinu í kringum mig, sem er eitthvað sem ég geri mjög mikið, jaðar við pervertisma ég sver það, að þá varð ég vitni að því þegar að stelpa/kona (25-30 ára) missti allt klinkið sitt úr buddunni sinni þegar hún var að fara frá afgreiðsluborðinu. Það kom mér ekki á óvart að það stykki enginn til og hjálpaði henni að týna upp það sem lenti í gólfinu, það gerist bara í útlöndum. En það sem mér fannst athyglivert og táknrænt var að hún sleppti því að týna upp tíkallana og krónurnar sem duttu á gólfið. 

Hún sá krónurnar á gólfinu, horfði á þær og svona hálf dæsti og labbaði út. Ég taldi um 73kall þarna á gólfinu. 

Er það ekki táknrænt fyrir gagnsleysi og verðleysi krónurnar þegar fólk nennir ekki lengur að beygja sig eftir þeim?... Ég skil 1 - 2 krónur... en 70kall?...

Mér fannst það allavega...

EN allavega gleðilegt ár pungarnir ykkar! Vonandi mun 2009 ekki fara of illa með okkur...


Tvö lög!

Stutt.. laggott... þetta eru mín tvö lög sem deila með sér titlinum lög ársins þetta árið. Ég einfaldlega get ekki gert upp á milli. Þessar tvær hljómsveitir eiga jafnframt plötur ársins líka.. hiklaust!

 Fyrst er það Famlijen með Det snurrar I min skalle. 

 




Og svo MGMT með Time to pretend



 

Gjössovel! takk.. það var ekkert...

Bæði þessi lög minna mig á allt það skemmtilega og æðislega og fallega sem gerðist í sumar. Minnir mig líka á fáránlega gott Íslenskt sumar... Minnir mig líka á þá tíma þegar allt lék í lyndi og maður vissi ekki betur... Ég sakna sumarsins 2008.. *dæs*

En allavega... gleðileg jól og gleðilegt ár og allt það crap... ég er farin að mæta jólunum! I will win this time!

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband