Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Já ok...

Vá, það er svo langt síðan ég hef skrifað hérna að ég mundi ekki einu sinni passwordið mitt hingað inn.

Hef heldur ekkert merkilegt haft að segja, enda allir dagar einhvernvegin orðnir eins. Helvítis rútína Angry

En núna get ég samt skrifað um smá reynslu... köllum það lífsreynslu á minn mælikvarða.

Ég var semsagt að bardúsast, keyra krakka á sundæfingar og fótboltaæfingar og eitthvað svona meira spennandi og var ekki á mínu þjóðvegaundri heldur var ég þess í stað á bíldruslu kallsins (afhverju ég var á bíldruslu karlsins er síðan önnur og all leiðinlegri saga). Anywho! Bíldruslan tók upp á þeim andskota að beila á mig! Sem betur fer fyrir einhverja guðslukku var ég ekki að keyra á Reykjanesbrautinni, sem ég undir öllum venjulegum kringumstæðum myndi gera, heldur vegna einhverra annarlega hvata ákvað ég að fara einhverja húsagötuleið heim til mín.

Nú, þarna var ég að bruna eins og vindurinn upp einhverja litla brekku þegar bíllinn ákvað bara að hann nennti þessu ekki lengur (enda ábyggilega aldrei verið keyrður mikið uppfyrir 50 km/klst), stoppaði og neitaði síðan algjörlega að fara í gang.

Tek það fram að mér er svosem alveg sama þó þessi bíll fari aldrei aftur í gang, enda drusla, og því var ég nú frekar róleg yfir þessu miðað við aðstæður og önnur slík svona tilvik sem ég hef átt í gegnum tíðina...

En bíllinn gat ekki stoppað á verri stað samt, Ég staulaðist út og leit í kringum mig og sá að ég var greinilega stopp á miðri strætó leið svo ég yrði nú að ýta bílnum upp á gangstétt, sem var tiltörlega auðvelt verk nema hvað að það þýddi að bíllinn myndi enda beint fyrir framan innkeyrslu á einhverju plebbísku húsi í þessari plebbísku götu og var ekki séns að ég gæti ýtt honum mikið lengra ein,enda hefði hann þá bara húrrað niður brekkuna sem var framundan.

En af því að ég er nú kurteis með eindæmum, stundum alveg óþolandi kurteis, þá fannst mér ég verða að banka upp á í þessu plebbíska húsi og láta vita, og þá kannski fá hjálp við að færa bílinn ef hann væri átakanlega mikið fyrir.

leikþáttur;

*díngdong*

plebbískkerling kemur til dyra: Já hvað!?

Ég: Já góðan daginn, heyrðu bíllinn minn bilaði hérna beint fyrir aftan bílinn hjá þér í innkeyrslunni......

plebbísk kerling grípur frammí fyrir mér (og nú stendur 20-22 ára gamall sonur hennar fyrir aftan hana og glottir): Já nei sko það er ekki mitt vandamál!!!.. ég get ekkert hjálpað þér! ég er að fara eftir 10 mínútur og þú verður bara að færa bílinn núna!...

Ég: já...ehhm.. (var svo hissa á hortugheitunum og frekjunni í röddinni á konunni að ég vissi bara ekki hvað ég átti að segja)

Plebbísk kerling: Já bara burt með bílinn!!

Ég: já ok...takk fyrir hjálpina... (sarcastic rödd dauðans og bara fyrir þessa línu á ég heimtingu á edduverðlaunum...)

og hurðinni svo skellt á nefið á mér....

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að setja það í orð hvað ég varð pirruð yfir þessari frekju, rétt eins og það væri mér að kenna að bíldruslan bilaði. Ef ég hefði verið í dimmuskapi fyrir, en ekki þessu syngjandi góða skapi þá hefði ég líklega bara skilið bílinn eftir þarna sem hann stóð og labbað í burtu, en ég var líklega of pirruð til að fatta það svo ég réðist á bílinn og grýtti honum í einu hendings kasti frá innkeyrslunni, blótaði kerlingarfíflinu í sand og ösku og leit í átt að húsinu og sá að ég var bein fyrir framan stofugluggann hjá þeim svo ég setti hasarljósin á, fór útúr bílnum, læsti honum og gekk í burtu...

Er það bara ég kannski, og þar af leiðandi ég sem er frek, eða hefði strákasninn sem stóð fyrir aftan hana og glotti ekki getað hjálpað mér? Ég hefði aldrei getað ýtt bílnum sjálf ef ég hefði ekki verið svona sót brjáluð út í leiðindin í konunni, enda er ég að finna fyrir því í öllum skrokknum núna að þetta var ekki það sniðugasta sem ég gat gert...

Og ég er ennþá pirruð... Angry


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband