Var að spá...
7.1.2009 | 21:43
Núna er allt brjálað yfir þeim hugmyndum ríkistjórnarmanna um að íbúðarlánasjóður fái heimildir til að taka við hinum svokölluðu myntkörfulánum og endurreikna í íslenskarkrónur, á því gengi sem krónan var í þegar lánin voru tekin hverju sinni.
Fólkið semsagt, sem ekki tók myntkörfulán heldur var íhaldsamt og tók bara gamaldags 80% húsnæðismálalán í verðtryggðri ónýtri krónu, er eitthvað reitt.
Ég skil það samt ekki alveg.
Vissulega er þetta ákveðin skuldaútsktrikun hjá þeim sem eru með myntkörfulánin sín, og vissulega kemur það fólk (sem er um 40% þeirra sem eiga húsnæði) til með að "græða" á þessu, ef af verður. En er það ekki betra, að fólk haldi húsunum sínum, geti borgað af lánunum sínum og staðið í skilum heldur en að allt þetta fólk (stór partur af þeim allavega) fari í gjaldþrot?
Fjöldagjaldþrot kemur nefnilega líka niður á okkur öllum hvort sem er, og líklega, án þess að vita það þó, er það dýrara heldur en hitt. Þannig mætti ekki segja að in the long run "græðum" við öll eitthvað á því að þessi leið verði farin?
Ekki það að ég hef gjörsamlega ekkert vit á þessu... svo fólk er alveg frjálst að leiðrétta mig, án þess þó að vera með skítkast.
Eitt er alveg ljóst að eitthvað verður að gera, og enn ljósara að það kemur til með að bitna á einhverjum öðrum í staðinn.
Er ekki líka verið að skoða leiðir til þess að koma til móts við þá sem eru með verðtryggð lán? Það er eins og mér finnist ég hafa heyrt það einhversstaðar... þak á verðtrygginguna? Eitthvað þannig allavega...
Taka það fram kannski að ég tók ekki myntkörfulán, ég hafi þó vit á því, svo ég er ekkert að fara "græða" á neinu... En samt er lánið mitt í hæðstu hæðum útaf verðtryggingunni, og verðbólgan að samaskapi étur upp það sem ég á, eða öllu heldur átti, í íbúðinni minni. Ég get ekki ímyndað mér það hvernig þetta er að fara með þá sem tóku 90% hvað þá 100% óverðtryggð lán í einhverri erlendri mynt... mér þykir það alveg hryllilegt.
Sji.. heilinn í mér fer alltaf að snúast í hringi þegar ég pæli í þessu, þetta er ekki fyrir meðalgreindan sauð eins og mig að vera að pæla í...
Sorry....
Athugasemdir
Ég er ekki með myntkörfulán á húsinu mínu. Alveg get ég samt unnt þeim, sem tóku slík lán að ÍLS yfirtaki þau á því gengi, sem þau voru tekin á.
Björgvin R. Leifsson, 7.1.2009 kl. 22:21
.. ég held ég fari bara að mótmæla á laugardaginn, fyrir utan bónus!
Ég skil ekkert í þessum lánum, myntukörfulán er allt of langt lánar orð fyrir mig..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.1.2009 kl. 22:51
auðvitað munu fjöldagjaldrot á endanum koma niður á okkur öllum.
fyrir mér snýst málið um jafnræði.
þeir sem tóku myntkörfulán gerði auðvitað aldrei ráð fyrir að krónan hryndi, eins og hún hefur gert, í sínum áætlunum um greiðslubyrði.
að sama skapi gerðu hinir sem tóku verðtryggð krónulán, aldrei fyrir að verðbólgan myndi æða af stað, þegar þeir gerðu sínar áætlanir.
sjálfur tók ég verðtryggt lán fyrir rúmu ári. gerði ráð fyrir hærri verðbólgu en þá var, sem þó var eins stafs tala. nú er verðbólgan 18% og fer hækkandi. eign mín hefur rýrnað um ca 2,5 milljónir, sem nemur hækkun lánsins. afborganir hafa hækkað um ca 14%
vissulega ekki eins svakalegt og hjá þeim með myntkörfulánin, en fái þeir sín lán reiknuð til baka vil ég líka fá mitt lán reiknað til baka.
Brjánn Guðjónsson, 7.1.2009 kl. 23:39
Já algjörlega.... ég er í sama ruglinu og þú með mína íbúð, enda líklega með svipað lán og þú... en allavega þá sé ég ekki hvernig það getur ekki komið öllum til góðs að halda fólki í eignum sínum, og að fólk haldi eignum sínum í staðinn fyrir að láta allt fara til fjandans, mér finnst það einfaldlega bara ekki á það bætanandi... ég er alveg búin að taka á mig nógu mikið af aukaskuldum og aukahækkunum sökum verðbolgu og verðtryggingar að mig langi eitthvað að auka þær eitthvað frekar.
Þar að auki þá held ég, og það er jafnframt umræðan að það á að koma líka til móts við okkur sem erum með verðtryggð lán, það hinsvegar liggur mun meira á því að hjálpa öllu þessu fólki sem tók þessi myntkörfulán því það fer að fara styttast í það að það fólk lendi í verulegum vandræðum.
Isis, 8.1.2009 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.