Svei.

Ég fékk uppsagnabréfið mitt í vinnunni í dag... Ásamt öllum hinum.

Það einhvernvegin dró úr mér alla þá bjartsýni sem ég var búin að búa mér til í morgun þegar ég vaknaði í skítakuldanum og myrkrinu í morgun og sagði...

"Vá hvað þetta verður geðveikur dagur!"

... Segir manni bara það að það borgar sig ekki að lifa í blekkingunni. 

Stefni því á að gerast atvinnu neikvæðnispúki og breyta mér í Trölla... svona af því að það eru allir farnir að tala um jólin... eins og það sé nú tímabært. 

Eða, ég gæti líka bara gerst hagfræðingur. Ekki eins og fólk muni eitthvað pæla í því hvort ég sé það, það hlustar bara í leiðslu og jánkar og segir "já.. en sniðugt!... gerum það!"

Því legg ég til að við tökum upp Lató-hagkerfi á Íslandi og breytu nafninu úr Ísland í Latibær Inc. 

Maggi Scheving (eða hvernig það er skrifað) forsætisráðherra og við hin förum og ræktum grænmeti... 

Sounds good to me... 

Farin út að hlaupa....

kveðja... ein í ruglinu! Shocking

Ps. Vog; Ef þú hefur viljað breyta til í lífi þínu þá er þetta rétti dagurinn til að fikra sig inn á nýjar brautir. Stjörnurnar hvetja þig til kurteisrar uppreisnar.

Húmoristi þessi sem skrifar stjörnuspárnar alltaf... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Út að hlaupa gönuhlaup, það er bara gaman.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.11.2008 kl. 19:56

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Leiðinlegt með vinnuna, nú er best að flytja til Hornafjarðar... ég skal bjóða þér frítt herbergi og mat, eftir svona tvo mánuði....

Annars já, sko, þessi sem semur stjörnuspárnar er ógeðslega fyndin/n!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.11.2008 kl. 19:59

3 identicon

Heil og sæl; Isis, og aðrir skrifarar og lesendur !

Svanur Gísli ! Átt ætíð taug í mér; sökum ljúflegrar bjartsýni þinnar.

Býð þig velkomna; í spjallvinahóp minn, Isis, um leið og þakka ber uppörvandi hvatningu hinnar Hornfirzku snótar, hér að ofan, í þinn garð. Ekki veitir af, á þessum ískyggilegu tímum.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 20:27

4 identicon

Mæli með því að hlaupa :) En leiðinlegt að heyra, gangi þér vel!

kær kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 20:50

5 Smámynd: Ómar Ingi

Panta vera Glanni Glæpur

Ómar Ingi, 12.11.2008 kl. 21:08

6 Smámynd: Beturvitringur

Sæll nýi bloggvinur. Djöfuls ástand, einhvern veginn er vinnan (eftir heilsunni) það sem síðast má fara.

Reyndar sýnist mér þú vera dugnaðarforkur, miðað við skrifin. En þú segist vera stór en samt lítil líka. Þannig að þú gætir verið að troða stóru stelpunni framfyrir þá litlu skíthræddu.

Gangi þér sem allra best. Ef ég gæti eitthvað gert með því að hlusta (lesa) og svara, þá sérðu netfangið hjá mér

Beturvitringur, 13.11.2008 kl. 01:49

7 Smámynd: Beturvitringur

Tæknileg mistök! netfangið er á síðunni MINNI ha ha

Beturvitringur, 13.11.2008 kl. 01:51

8 identicon

Stjörnuspekingar eru snillingar, þeir vita hvað þeir eru að segja

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 17:57

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Heyrðu, ég gleymdi alveg að segja þér það, þú getur farið að vinna í frystihúsinu.... nóg að gera þar og góð laun! (Því ég sé þig nefninlega ekki fyrir mér að vinna í fiski!!)

Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.11.2008 kl. 20:35

10 Smámynd: Isis

Ég er ekkert ofgóð til þess að vinna í fiski Róslín mín... það hef ég gert, og þó, ekki fiski... en rækju.

Isis, 14.11.2008 kl. 00:39

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

RÆKJUM!!!!
Þá er um að gera að þakka fyrir boðið og koma bara austur....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.11.2008 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband