Táknrænt.

Ég var á bensínstöð áðan, sem er ekki merkilegt, ég er alltaf á bensínstöð. En allavega.

Þar sem ég stóð í röð við kassa og spáði í fólkinu í kringum mig, sem er eitthvað sem ég geri mjög mikið, jaðar við pervertisma ég sver það, að þá varð ég vitni að því þegar að stelpa/kona (25-30 ára) missti allt klinkið sitt úr buddunni sinni þegar hún var að fara frá afgreiðsluborðinu. Það kom mér ekki á óvart að það stykki enginn til og hjálpaði henni að týna upp það sem lenti í gólfinu, það gerist bara í útlöndum. En það sem mér fannst athyglivert og táknrænt var að hún sleppti því að týna upp tíkallana og krónurnar sem duttu á gólfið. 

Hún sá krónurnar á gólfinu, horfði á þær og svona hálf dæsti og labbaði út. Ég taldi um 73kall þarna á gólfinu. 

Er það ekki táknrænt fyrir gagnsleysi og verðleysi krónurnar þegar fólk nennir ekki lengur að beygja sig eftir þeim?... Ég skil 1 - 2 krónur... en 70kall?...

Mér fannst það allavega...

EN allavega gleðilegt ár pungarnir ykkar! Vonandi mun 2009 ekki fara of illa með okkur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hahahhaha, kerlingin farin að telja peninga sem liggja fyrir framan hana, heyrðu, tókstu þá upp???

En já, það er frekar gaman að fylgjast með fólki - maður sér einhverja hvort eð er aldrei aftur!

Gleðilegt ár kelling og hafðu það gott

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.12.2008 kl. 18:42

2 Smámynd: Isis

Það þurfti nú engan kjarneðlisfræðing til þess að telja þetta, að auki þá held ég að þetta sé eitthvað hálfómeðvitað að gera þetta... en nei ég tók þær ekki upp enda alveg jafn verðlaust í mínum augum og konunar sem skildi þetta eftir

Isis, 30.12.2008 kl. 19:24

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sjáðu til ef ég missi eina krónu þá tek ég hana upp....

Svo heyrðu, varstaðmótmælídag?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.12.2008 kl. 19:30

4 Smámynd: Beturvitringur

Nískan, sparsemin, hirðusemin og þráhyggjan er yfirsterkari allri gikt og skæling. Ég tíni upp alla peninga sem ég finn og margt annað sem ég held að gæti e-n tíma nýst.

Innilegur samhugur og skilningur, - Það er unaðslegt að spá í fólk, já og dýr og fleiri skepnur. Enginn pervertismi góan, - FRÓÐSLEIKSFÝSN : )

Beturvitringur, 31.12.2008 kl. 00:59

5 Smámynd: Ómar Ingi

Spurningin er fannst þér það líka of mikið verk að tína upp krónurnar ?

Ef þetta væru Evrur væri þá allt annað mál ?

Er fólk þetta mikið fífl eða bara FíFL

Það er allvega lítill sparnaður að segja að hlutir kosti mikið og skilja eftir 70 of eikka krónur á gólfinu fyrir næsta mann að pikka upp.

Nema að hún hafi hugsað þetta er fyrir bolina ??

Ómar Ingi, 31.12.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband